Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Tindastóll 100-85 | Þórsarar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 12. janúar 2017 22:15 Tryggvi Snær Hlinason, miðherji Þórs. Vísir Þór Akureyri vann nokkuð stóran sigur á Tindastóli í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld, 100-85 í Höllinni á Akureyri í kvöld. Það sást snemma leiks í hvað stefndi og leiddu heimamenn í Þór allt frá upphafsmínútum leiksins og strax eftir fyrsta leikhluta var munurinn orðin 26 stig og í hálfleik leiddu Þórsarar með 29 stigum. Það var George Beamon sem fór hamförum fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum og virtist hann geta skorað af vild hvar sem hann vildi. Tindastóll náði aðeins að rétta úr kútnum í seinni hálfleik og eiga það mikið að þakka Antonio Hester, þeirra lang besta leikmannni í kvöld, en komust þó aldrei af alvöru inn í leikinn þó hlutirnir hafi þó skánað töluvert. Leiknum lauk svo með fimmtán stiga sigri Þórs og annað vonbrigða tap Tindastóls í röð lítur dagsins ljós. Þór eru nú komnir í fjórtán stig.Af hverju vann Þór? Heimamenn í Þór voru einfaldlega mikið sterkari aðilinn í leiknum mest allan tímann og sterkur varnarleikur og góð sóknarnýting í fyrri hálfleik spilaði líklega stærstan þátt í þessum sigri. Þeir sýndu sömuleiðis mikla seiglu í seinni hálfleiknum og náðu að halda Stólunum í hæfilegri fjarlægð frá sér allan leikinn.Bestu menn vallarins: Hjá heimamönnum fór George Beamon fyrir stigaskorun heimamanna og átti frábæran leik þar sem hann skoraði 33 stig, átti sex feráköst og stal tveimur boltum. Tryggvi Snær var sömuleiðis frábær í liði Þórs og skoraði 15 stig, átti sjö frákost og tvö varin skot. Það var einn leikmaður sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Tindastóls í kvöld og það var Antonio Hester. Hann skoraði 21 stig, átti 16 fráköst og fjórar stoðsendingar.Tölfræði sem vakti athygli: Tindastóll var yfir í fráköstum í leiknum sem væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að 21 af 39 fráköstum þeirra kom inn í vítateig Þórs. Þannig að þó að vörn Þórs hafi verið mjög sterk mest allan leikinn þá verður að gefa Tindastólum það að þeir hirtu helling af boltum sem hefðu kannski með öllu átt að falla til heimamanna. Þór var + 25 stig með Tryggva Snæ á vellinum. Hann var hreint út sagt frábær á báðum endum vallarins í dag.Hvað gekk illa? Það virðist sem svo að tapleikurinn gegn KR hafi nokkurn vegin setið enn fast í huga leikmanna Tindastóls þegar leikurinn hófst og virtust þeir nokkuð illa gíraðir í leikinn og rönkuðu við sér alltof seint.Þór Ak.-Tindastóll 100-85 (32-14, 31-20, 15-26, 22-25)Þór Ak.: George Beamon 33/6 fráköst, Darrel Keith Lewis 17/4 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/7 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 9, Þröstur Leó Jóhannsson 6/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 3/6 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 1, Svavar Sigurður Sigurðarson 1.Tindastóll: Antonio Hester 21/16 fráköst, Cristopher Caird 18/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9, Viðar Ágústsson 9, Helgi Rafn Viggósson 5/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Pétur Rúnar Birgisson 4/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 3.Benedikt: Stólarnir voru smá bognir „Ég er ánægður. Fyrri hálfleikur var virkilega góður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Stólarnir eru kannski smá bognir eftir tapið gegn KR í síðasta leik og við lögðum áherslu á að nýta okkur það. Byrja vel og sjá hvernig þeir bregðast við því komandi úr sáru tapi. Þeir ógnuðu okkur í seinni hálfleik og var aldrei alveg öruggt. Gott að klára þetta og ég er bara ánægður með að fá stigin,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. Vörn Þórs í fyrri hálfleik var sérlega góð og náðu þeir að lokka Tindastól í það að taka frekar skot fyrir utan teig og gekk þeim illa að ná að brjóta þá niður og skora undir körfunni. Benedikt fannst sýnir menn ekkert hafa verið að leiða þá í gildru og var ósáttur með það hve mörg skot þeir hafi fengið fyrir utan. „Þeir taka mikið af þristum. Þeir taka oft yfir þrjátíu þriggja stiga skot í leik og ég var nú ekkert alltof ánægður, það má ekkert gefa þeim þetta og ég talaði um þetta í hálfleik. Vörnin var að öðru leiti bara fín en mér fannst þeir taka fullmikið af sóknarfráköstum en hreyfanleikinn og samskiptin í vörninni voru töluvert betri en í síðasta leik,“ sagði Benedikt. Þór tapaði í síðustu umferð fyrir Stjörnunni en náðu nú að rétta úr kútnum með góðum sigri á Tindastóli og eru nú með fjórtán stig. Benedikt er hæst ánægður með stigin og viðbrögð sinna manna eftir tapið. „Þetta skiptir máli að ná þessum stigum. Maður var að vonast til að ná betri leik gegn Stjörnunni um daginn. Það var bara hættulegt að mæta þeim þá án Kana, ég var að vona að hann yrði með því ég hafði trú á að þeir myndu tapa fyrsta leik með hann í liðinu og hann gæti ruglað aðeins taktinum hjá þeim en við tókum góðan leik í kvöld í staðinn,“ sagði Benedikt. Israel Martin: 85 stig ætti að vera nóg „Við spiluðum ekki af nógu miklum krafti fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Maður á mann vörnin okkar var ekki heldur nógu góð,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Þór Akureyri í kvöld. Lengi framan af leik gekk Tindastól frekar illa að brjóta niður sterka vörn Þórs og var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik til að mynda ekki sérlega góð. Martin segir að sýnir menn hafi spilað fína sókn en vörnin hafi orðið þeim að falli. „Við skorum 85 stig sem ætti að vera nógu mikið til að vinna leikinn ef vörnin myndi smella. Allar árásir Þórs á okkur enduðu með stigum, við verðum að vera sterkari í svona aðstöðum,“ sagði Martin. Þetta er annar tapleikur Tindastóls í röð en þeir töpuðu á mjög súran hátt gegn KR í síðasta leik þar sem þeir hálf partinn hentu frá sér líklegum sigri í síðasta leikhlutanum. Þeir byrjuðu þennan leik illa en Martin segist ekki telja að tapið gegn KR sitji mikið eftir í sínum mönnum. „Ég held ekki. Í dag voru Þór bara betri en við, sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Þetta eru bara deildar leikir og við komum til baka frá þessu. Við spilum heima næst og þá verðum við að vera klárir. Í vetur þá virðast allir geta unnið alla og maður er ekki betri en neinn nema maður leggi sig allan fram,“ sagði Martin.Þröstur Leó: Náðum auðveldum körfum „Ég er virkilega ánægður. Við sýndum okkur að við vorum ekki búnir að tapa öllu niður í jólafríinu og komum sterkir til baka, ég er bara mjög ánægður,“ sagði Þröstur Leó Jóhannsson, fyrirliði Þórs eftir sigurinn í kvöld. Það virtist allt ganga upp hjá Þórsurum í kvöld og telur Þröstur vörnina hafa verið lykilinn að þessu öllu því hún hafi í raun skapað sóknina. „Vörnin small hjá okkur. Við náðum að loka á þeirra hluti og framkvæma það sem við lögðum upp með. Þetta var alveg hiklaust undirbúinn sigur. Sóknin varð til út frá vörninni. Við vorum að ná hraðaupphlaupum með því að stela boltum í byrjun leiks og við vorum ekki að gera neitt flókið, þetta var ekkert fáranlega góður dagur við vorum bara að gera vel og ná auðveldum körfum,“ sagði Þröstur. Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Þór Akureyri vann nokkuð stóran sigur á Tindastóli í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld, 100-85 í Höllinni á Akureyri í kvöld. Það sást snemma leiks í hvað stefndi og leiddu heimamenn í Þór allt frá upphafsmínútum leiksins og strax eftir fyrsta leikhluta var munurinn orðin 26 stig og í hálfleik leiddu Þórsarar með 29 stigum. Það var George Beamon sem fór hamförum fyrir heimamenn í fyrri hálfleiknum og virtist hann geta skorað af vild hvar sem hann vildi. Tindastóll náði aðeins að rétta úr kútnum í seinni hálfleik og eiga það mikið að þakka Antonio Hester, þeirra lang besta leikmannni í kvöld, en komust þó aldrei af alvöru inn í leikinn þó hlutirnir hafi þó skánað töluvert. Leiknum lauk svo með fimmtán stiga sigri Þórs og annað vonbrigða tap Tindastóls í röð lítur dagsins ljós. Þór eru nú komnir í fjórtán stig.Af hverju vann Þór? Heimamenn í Þór voru einfaldlega mikið sterkari aðilinn í leiknum mest allan tímann og sterkur varnarleikur og góð sóknarnýting í fyrri hálfleik spilaði líklega stærstan þátt í þessum sigri. Þeir sýndu sömuleiðis mikla seiglu í seinni hálfleiknum og náðu að halda Stólunum í hæfilegri fjarlægð frá sér allan leikinn.Bestu menn vallarins: Hjá heimamönnum fór George Beamon fyrir stigaskorun heimamanna og átti frábæran leik þar sem hann skoraði 33 stig, átti sex feráköst og stal tveimur boltum. Tryggvi Snær var sömuleiðis frábær í liði Þórs og skoraði 15 stig, átti sjö frákost og tvö varin skot. Það var einn leikmaður sem bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Tindastóls í kvöld og það var Antonio Hester. Hann skoraði 21 stig, átti 16 fráköst og fjórar stoðsendingar.Tölfræði sem vakti athygli: Tindastóll var yfir í fráköstum í leiknum sem væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að 21 af 39 fráköstum þeirra kom inn í vítateig Þórs. Þannig að þó að vörn Þórs hafi verið mjög sterk mest allan leikinn þá verður að gefa Tindastólum það að þeir hirtu helling af boltum sem hefðu kannski með öllu átt að falla til heimamanna. Þór var + 25 stig með Tryggva Snæ á vellinum. Hann var hreint út sagt frábær á báðum endum vallarins í dag.Hvað gekk illa? Það virðist sem svo að tapleikurinn gegn KR hafi nokkurn vegin setið enn fast í huga leikmanna Tindastóls þegar leikurinn hófst og virtust þeir nokkuð illa gíraðir í leikinn og rönkuðu við sér alltof seint.Þór Ak.-Tindastóll 100-85 (32-14, 31-20, 15-26, 22-25)Þór Ak.: George Beamon 33/6 fráköst, Darrel Keith Lewis 17/4 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15/7 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Danero Thomas 9, Þröstur Leó Jóhannsson 6/5 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 3/6 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 1, Svavar Sigurður Sigurðarson 1.Tindastóll: Antonio Hester 21/16 fráköst, Cristopher Caird 18/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 9, Viðar Ágústsson 9, Helgi Rafn Viggósson 5/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Pétur Rúnar Birgisson 4/4 fráköst, Hannes Ingi Másson 3.Benedikt: Stólarnir voru smá bognir „Ég er ánægður. Fyrri hálfleikur var virkilega góður. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að Stólarnir eru kannski smá bognir eftir tapið gegn KR í síðasta leik og við lögðum áherslu á að nýta okkur það. Byrja vel og sjá hvernig þeir bregðast við því komandi úr sáru tapi. Þeir ógnuðu okkur í seinni hálfleik og var aldrei alveg öruggt. Gott að klára þetta og ég er bara ánægður með að fá stigin,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. Vörn Þórs í fyrri hálfleik var sérlega góð og náðu þeir að lokka Tindastól í það að taka frekar skot fyrir utan teig og gekk þeim illa að ná að brjóta þá niður og skora undir körfunni. Benedikt fannst sýnir menn ekkert hafa verið að leiða þá í gildru og var ósáttur með það hve mörg skot þeir hafi fengið fyrir utan. „Þeir taka mikið af þristum. Þeir taka oft yfir þrjátíu þriggja stiga skot í leik og ég var nú ekkert alltof ánægður, það má ekkert gefa þeim þetta og ég talaði um þetta í hálfleik. Vörnin var að öðru leiti bara fín en mér fannst þeir taka fullmikið af sóknarfráköstum en hreyfanleikinn og samskiptin í vörninni voru töluvert betri en í síðasta leik,“ sagði Benedikt. Þór tapaði í síðustu umferð fyrir Stjörnunni en náðu nú að rétta úr kútnum með góðum sigri á Tindastóli og eru nú með fjórtán stig. Benedikt er hæst ánægður með stigin og viðbrögð sinna manna eftir tapið. „Þetta skiptir máli að ná þessum stigum. Maður var að vonast til að ná betri leik gegn Stjörnunni um daginn. Það var bara hættulegt að mæta þeim þá án Kana, ég var að vona að hann yrði með því ég hafði trú á að þeir myndu tapa fyrsta leik með hann í liðinu og hann gæti ruglað aðeins taktinum hjá þeim en við tókum góðan leik í kvöld í staðinn,“ sagði Benedikt. Israel Martin: 85 stig ætti að vera nóg „Við spiluðum ekki af nógu miklum krafti fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Maður á mann vörnin okkar var ekki heldur nógu góð,“ sagði Israel Martin, þjálfari Tindastóls eftir tapið gegn Þór Akureyri í kvöld. Lengi framan af leik gekk Tindastól frekar illa að brjóta niður sterka vörn Þórs og var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik til að mynda ekki sérlega góð. Martin segir að sýnir menn hafi spilað fína sókn en vörnin hafi orðið þeim að falli. „Við skorum 85 stig sem ætti að vera nógu mikið til að vinna leikinn ef vörnin myndi smella. Allar árásir Þórs á okkur enduðu með stigum, við verðum að vera sterkari í svona aðstöðum,“ sagði Martin. Þetta er annar tapleikur Tindastóls í röð en þeir töpuðu á mjög súran hátt gegn KR í síðasta leik þar sem þeir hálf partinn hentu frá sér líklegum sigri í síðasta leikhlutanum. Þeir byrjuðu þennan leik illa en Martin segist ekki telja að tapið gegn KR sitji mikið eftir í sínum mönnum. „Ég held ekki. Í dag voru Þór bara betri en við, sérstaklega fyrstu tuttugu mínúturnar. Þetta eru bara deildar leikir og við komum til baka frá þessu. Við spilum heima næst og þá verðum við að vera klárir. Í vetur þá virðast allir geta unnið alla og maður er ekki betri en neinn nema maður leggi sig allan fram,“ sagði Martin.Þröstur Leó: Náðum auðveldum körfum „Ég er virkilega ánægður. Við sýndum okkur að við vorum ekki búnir að tapa öllu niður í jólafríinu og komum sterkir til baka, ég er bara mjög ánægður,“ sagði Þröstur Leó Jóhannsson, fyrirliði Þórs eftir sigurinn í kvöld. Það virtist allt ganga upp hjá Þórsurum í kvöld og telur Þröstur vörnina hafa verið lykilinn að þessu öllu því hún hafi í raun skapað sóknina. „Vörnin small hjá okkur. Við náðum að loka á þeirra hluti og framkvæma það sem við lögðum upp með. Þetta var alveg hiklaust undirbúinn sigur. Sóknin varð til út frá vörninni. Við vorum að ná hraðaupphlaupum með því að stela boltum í byrjun leiks og við vorum ekki að gera neitt flókið, þetta var ekkert fáranlega góður dagur við vorum bara að gera vel og ná auðveldum körfum,“ sagði Þröstur.
Dominos-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira