Innlent

Fara fram á úrbætur á Reykjanesbraut án tafar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Strandgötu á mánudag.
Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Strandgötu á mánudag.
Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna tíðra og alvarlegra slysa á Reykjanesbraut í Hafnarfirði og fer fram á að ráðist verði í úrbætur á brautinni án tafar.

Í bókun bæjarráðs er skorað á samgönguyfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að öllum framkvæmdum við brautina sem hafi verið á samgönguáætlun til margra ára en án fjármagns.

„Það er mjög aðkallandi að ljúka framkvæmdum og tryggja umferðaröryggi vegfarenda á þeim hluta brautarinnar sem liggur í gegnum Hafnarfjörð þar sem umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og fer vaxandi,“ segir í bókuninni.


Tengdar fréttir

Hafnfirðingar bíða enn úrbóta á stórslysakafla

Á fimm árum hafa alls orðið 62 slys á tveggja kílómetra kafla á Reykjanesbraut, milli Strandgötu og Krísuvíkurvegar. Þrír slösuðust við Ásvelli á mánudag. Hafnfirðingar bíða langþreyttir betrumbóta sem hafa verið á samgönguáæt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×