Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2017 11:47 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið/Valli Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir það ekki rétt að embættið hafi talið vitlaust og telur að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa Fell í Suðursveit hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, Fögrusalir ehf., hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins hafi verið til 10. janúar að ganga inn í tilboðið. Anna Birna Þráinsdóttir sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins til að útskýra hlið embættisins á færslum sínum. Telur embættið að hér sé á ferðinni ágreiningur um lögskýringar varðandi málið. „Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lögfræði er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016,“ segir Annar Birna Þráinsdóttir. „Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var boðið að neyta forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016.“ „Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests,“ bætir Anna Birna við.Sjá nánar: Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanniKauptilboð barst 4. nóvember Óumdeilt er að kauptilboð Fögrusala hafi borist þann 4. nóvember 2016. Gísli Hjálmtýsson hjá Thule Invest er stjórnarformaður félagsins en hann hefur ekki gefið upp hverjir eigi félagið. Er því á huldu hver sé raunverulegur eigandi. þegar nauðungarsalan fór fram. Forkaupsréttur ríkisins á löndum á náttúruminjaskrá er skýrður í lögum um náttúruvernd frá árinu 2013. Þar kemur fram að frestur ríkissjóðs til að svara forkaupsréttartilboði vera 60 dagar frá því að tilboðið barst. Í þeim lögum er ekki talað um samning milli kaupanda og seljanda, heldur aðeins um hvenær tilboðið barst. Fulltrúi sýslumanns, Kristján Óðinn Unnarsson, er titlaður fyrir bréfi sem sent er þann 7. nóvember til ráðuneytisins. Í því bréfi segir að kauptilboði hafi verið tekið þann 4. nóvember. Í samtali við fréttastofu segir hann að misskilningurinn liggi í því að tilboði Fögrusala hafi verið tekið þann 4. nóvember en samþykkt þann 11. nóvember og að gerður sé greinarmunur á því í lögum hvenær tilboði er tekið og hvenær tilboð er samþykkt.Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á SuðurlandiUtanríkisráðuneytiðMálið fyrir dómstólaAf bréfi Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns Fögrusala ehf., er ljóst að fyrirtækið muni ekki una niðurstöðu sýslumanns á Suðurlandi. Því er einsýnt að málið muni fara fyrir héraðsdóm og síðan Hæstarétt sem að endingu mun skera úr um hver hefur rétt fyrir sér í þessum efnum. Hér á eftir fer tilkynning Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumanns á Suðurlandi í heild sinni: Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lagalegum skilningi er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016. Samkvæmt gildandi rétti þarf jafnframt í forkaupsréttartilboði að greina nákvæmlega frá samningsskilmálum, sem bera með sér að vera bindandi og afdráttarlausir. Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var tilkynnt um frest til að neyta lögbundins forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016, með bréfi embættisins sýslumannsins á Suðurlandi þar sem fram kom að frestur til að taka afstöðu til réttarins rynni út þann 10. janúar 2017, 60 dögum eftir að boðið var samþykkt og forkaupsrétturinn virkjaðist Afstaða embættis sýslumannsins á Suðurlandi er sú að þar sem ekki komst á bindandi kaupsamningur milli sýslumannsins á Suðurlandi f.h. landeiganda Fells og kaupanda fyrr en 11. nóvember 2016, þegar kauptilboðið var samþykkt með endanlegum samningsskilmálum, getur forkaupsréttartilboð, þar sem ekki er greint frá endanlegum og bindandi skilmálum kaupsamnings, ekki haft réttaráhrif sem slíkt fyrr en í fyrsta lagi á þeim degi sem endanlegt kauptilboð var samþykkt. Þá bera skilmálar kaupsamningsins, sem kaupandi undirritaði, með sér að frestur forkaupsréttarhafa, Ríkissjóðs, rynni út þann 10. janúar 2017 og var því ekki mótmælt af hálfu hans og mátti því vera fyllilega ljóst frá 11. nóvember 2016 að miðað yrði við þá dagsetningu. Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests. Gengið verður frá sölu Fells til Ríkissjóðs á næstu dögum og afsal gefið út þegar skilmálar kaupsamnings hafa verið. Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ríkið kaupir jörðina Fell við Jökulsárlón Kaupverðið er 1520 milljónir króna. 9. janúar 2017 18:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Sýslumannsembættið á Suðurlandi segir það ekki rétt að embættið hafi talið vitlaust og telur að ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að kaupa Fell í Suðursveit hafi komið innan þess tíma sem ríkið hafði til umhugsunar. Kaupandinn, Fögrusalir ehf., hafi samþykkt skilmála í kaupsamningi um að frestur ríkisins hafi verið til 10. janúar að ganga inn í tilboðið. Anna Birna Þráinsdóttir sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins til að útskýra hlið embættisins á færslum sínum. Telur embættið að hér sé á ferðinni ágreiningur um lögskýringar varðandi málið. „Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lögfræði er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016,“ segir Annar Birna Þráinsdóttir. „Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var boðið að neyta forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016.“ „Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests,“ bætir Anna Birna við.Sjá nánar: Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanniKauptilboð barst 4. nóvember Óumdeilt er að kauptilboð Fögrusala hafi borist þann 4. nóvember 2016. Gísli Hjálmtýsson hjá Thule Invest er stjórnarformaður félagsins en hann hefur ekki gefið upp hverjir eigi félagið. Er því á huldu hver sé raunverulegur eigandi. þegar nauðungarsalan fór fram. Forkaupsréttur ríkisins á löndum á náttúruminjaskrá er skýrður í lögum um náttúruvernd frá árinu 2013. Þar kemur fram að frestur ríkissjóðs til að svara forkaupsréttartilboði vera 60 dagar frá því að tilboðið barst. Í þeim lögum er ekki talað um samning milli kaupanda og seljanda, heldur aðeins um hvenær tilboðið barst. Fulltrúi sýslumanns, Kristján Óðinn Unnarsson, er titlaður fyrir bréfi sem sent er þann 7. nóvember til ráðuneytisins. Í því bréfi segir að kauptilboði hafi verið tekið þann 4. nóvember. Í samtali við fréttastofu segir hann að misskilningurinn liggi í því að tilboði Fögrusala hafi verið tekið þann 4. nóvember en samþykkt þann 11. nóvember og að gerður sé greinarmunur á því í lögum hvenær tilboði er tekið og hvenær tilboð er samþykkt.Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður á SuðurlandiUtanríkisráðuneytiðMálið fyrir dómstólaAf bréfi Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns Fögrusala ehf., er ljóst að fyrirtækið muni ekki una niðurstöðu sýslumanns á Suðurlandi. Því er einsýnt að málið muni fara fyrir héraðsdóm og síðan Hæstarétt sem að endingu mun skera úr um hver hefur rétt fyrir sér í þessum efnum. Hér á eftir fer tilkynning Önnu Birnu Þráinsdóttur, sýslumanns á Suðurlandi í heild sinni: Það er meginregla að forkaupsréttur verði ekki virkur fyrr en bindandi samningur kemst á milli eiganda forkaupsréttarandlags og kaupanda. Í lagalegum skilningi er litið svo á að bindandi samningur kemst ekki á fyrr en tilboð er samþykkt sem í þessu tilviki var 11. nóvember 2016. Samkvæmt gildandi rétti þarf jafnframt í forkaupsréttartilboði að greina nákvæmlega frá samningsskilmálum, sem bera með sér að vera bindandi og afdráttarlausir. Forkaupsréttartilboð það sem sent var forkaupsréttarhafa þann 7. nóvember bar ekki með sér hina endanlegu kaupsamningsskilmála, þeir urðu ekki ljósir fyrr en við samþykkt tilboðsins þann 11. nóvember 2016. Ríkissjóði sem forkaupsréttarhafa var tilkynnt um frest til að neyta lögbundins forkaupsréttar síns þann 7. nóvember 2016, með bréfi embættisins sýslumannsins á Suðurlandi þar sem fram kom að frestur til að taka afstöðu til réttarins rynni út þann 10. janúar 2017, 60 dögum eftir að boðið var samþykkt og forkaupsrétturinn virkjaðist Afstaða embættis sýslumannsins á Suðurlandi er sú að þar sem ekki komst á bindandi kaupsamningur milli sýslumannsins á Suðurlandi f.h. landeiganda Fells og kaupanda fyrr en 11. nóvember 2016, þegar kauptilboðið var samþykkt með endanlegum samningsskilmálum, getur forkaupsréttartilboð, þar sem ekki er greint frá endanlegum og bindandi skilmálum kaupsamnings, ekki haft réttaráhrif sem slíkt fyrr en í fyrsta lagi á þeim degi sem endanlegt kauptilboð var samþykkt. Þá bera skilmálar kaupsamningsins, sem kaupandi undirritaði, með sér að frestur forkaupsréttarhafa, Ríkissjóðs, rynni út þann 10. janúar 2017 og var því ekki mótmælt af hálfu hans og mátti því vera fyllilega ljóst frá 11. nóvember 2016 að miðað yrði við þá dagsetningu. Verður því að miða við að forkaupsréttartilboðið hafi fyrst haft réttaráhrif þann 11. nóvember 2016 og því sé yfirlýsing Ríkissjóðs um nýtingu forkaupsréttarins, sem barst þann 9. janúar sl., komin fram innan lögbundins frests. Gengið verður frá sölu Fells til Ríkissjóðs á næstu dögum og afsal gefið út þegar skilmálar kaupsamnings hafa verið.
Tengdar fréttir Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00 Ríkið kaupir jörðina Fell við Jökulsárlón Kaupverðið er 1520 milljónir króna. 9. janúar 2017 18:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Fjármálaráðuneytið hafði sextíu daga til að ákveða hvort forkaupsréttur ríkisins á Felli í Suðursveit yrði nýttur. Sýslumaðurinn á Selfossi taldi dagana ekki rétt þannig að fresturinn var runninn út loksins þegar ráðuneytið afr 12. janúar 2017 07:00