Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið/Valli Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira