Innlent

Eldur kviknaði í Sæplasti á Dalvík

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldsupptök verða könnuð þegar ofninn hefur náð að kólna niður, að sögn lögreglu.
Eldsupptök verða könnuð þegar ofninn hefur náð að kólna niður, að sögn lögreglu. Vísir/Stefán
Eldur kviknaði ofan á einum bræðsluofni í verksmiðju Sæplasts á Dalvík laust fyrir klukkan fimm í morgun og var í fyrstu óttast að hann næði að teygja sig upp í klæðningu á lofti hússins og berast þá um allt.

Starfsmenn sem voru við vinnu hófu strax slökkvistörf og síðan kom slökkvilið Dalvíkur á vettvang og lauk slökkivstarfinu áður en eldurinn náði útbreiðslu. Loftræstikerfi hússins sá svo um reykræstingu.

Eldsupptök verða könnuð þegar ofninn hefur náð að kólna niður, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×