Innlent

Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga

Snærós Sindradóttir skrifar
Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í gær.
Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra í gær. vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti.

„Ég veit að ég get dregið lærdóm af því hvernig þú hefur hagað þínum störfum hér á þeim tíma sem þú hefur verið í embætti. Eins og góður hestamaður setið djúpt í hnakknum og verið með traust taumhald, ekki látið hluti hagga þér mikið og verið afskaplega traustur og farsæll. Ég tek lærdóm af þínum tíma með mér í mitt starf hér í ráðuneytinu,“ sagði Bjarni við Sigurð Inga, sem nýtti tækifærið og sagði að þó samstarfið yrði gott myndi hann veita aðhald.

Bjarni er annar forsætisráðherrann í lýðveldissögunni sem ber það nafn. Bjarni Benediktsson eldri gegndi því embætti frá 1963 til 1970 en hann var afabróðir nýs forsætisráðherra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×