Jörðin Fell úr greipum ríkisins vegna klúðurs hjá sýslumanni Sveinn Arnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið/Valli Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ákvörðun fjármálaráðuneytisins um kaup á jörðinni Felli við Jökulsárlón kom fram of seint. Klúður í fjármálaráðuneyti og hjá Sýslumanninum á Suðurlandi gerir það að verkum. Núverandi eigandi jarðarinnar er ósáttur við aðgerðir ríkisins og telur gróflega á sér brotið. Jörðin Fell í Suðursveit var keypt af Fögrusölum ehf. á nauðungarsölu á almennum markaði þann 4. nóvember síðastliðinn. Ríkissjóði er samkvæmt lögum heimilt að ganga inn í kauptilboðið og hefur til þess sextíu daga frá því tilboð barst, sem var þann 4. nóvember. Jökulsárlón er á náttúruminjaskrá.Kaupverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna og ætlaði ríkissjóður að ganga inn í kaupin. Þann 3. janúar voru sextíu dagar síðan nauðungaruppboðið fór fram og því var fresturinn liðinn á þeim degi. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis að íslenska ríkið hygðist ganga inn í kauptilboðið þann 9. janúar, vikunni eftir að fresturinn rann út. Sýslumaðurinn á Suðurlandi virðist hafa talið rangt í bréfi til fjármálaráðuneytisins. Taldi hann að sextíu daga frestur hins opinbera til að taka afstöðu til málsins rynni út þann 10. janúar. Þessi meinlega villa gæti orðið til þess að hið opinbera eignist ekki Fell í Suðursveit. „Það er alveg ljóst að umræddur frestur hins opinbera til að ganga inn í kauptilboð Fögrusala ehf., var runninn út þegar fjármálaráðherra ákvað að skerast í leikinn,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður Fögrusala ehf. „Ég hefði haldið að inni í ráðuneyti fjármála væru einstaklingar sem gætu talið þessa daga. Annars er það mín skoðun að hið opinbera eigi að gera annað við einn og hálfan milljarð króna en að kaupa jörð fyrir það.“ Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suðurlandi, sagðist ekki geta svarað nákvæmlega fyrir málið þegar eftir því var leitað. Hún sagði vinnu vera innan embættisins um þetta mál og að starfsmenn þar innandyra klóruðu sér í kollinum yfir þessu máli. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði, eftir kaup Fögrusala, að ríkið ætti að nýta forkaupsréttinn og kaupa jörðina. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru um það deildar meiningar milli ríkisstjórnarflokkanna en heimild var veitt á fjáraukalögum 2016 til að kaupa jörðina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira