Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Svavar Hávarðsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Hafralónsá er afar falleg og lítt snortin - en margir lýsa því að hún sé erfið viðureignar. Hér má sjá veiðistaðinn Glotta. Hrafn H. Hauksson. Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur, með aðstoð íslenskra samstarfsmanna sinna, unnið að því undanfarna mánuði að kaupa jarðir í Þistilfirði. Allar tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám, og þá sérstaklega Hafralónsá. Heimamenn lýsa því að tilraunir Ratcliffe til jarðakaupa hafi þegar fætt af sér deilumál innan sveitarinnar, og jafnvel innan fjölskyldna þar sem tekist er á um hvort selja skal eður ei.JarðasöfnunFyrir hátíðir var fjallað ítarlega um jarðakaup Jims Ratcliffe – bæði í Vopnafirði en helst kaup hans á stórum hluta Grímsstaða á Fjöllum. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffes fyrir kaupunum. Austurfrétt sagði fyrst frá því í byrjun desember að fimmti ríkasti maður Bretlandseyja væri orðinn umsvifamikill landeigandi í Vopnafirði – hefði keypt þrjár jarðir í Vopnafirði en ætti hlutdeild í átta öðrum í gegnum Veiðiklúbbinn Streng ehf., sem hefur reyndar undanfarin ár verið leigutaki Hafralónsár. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði er fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem árum saman hefur safnað jörðum sem liggja að vopnfirsku ánum Selá og Hofsá. Samkvæmt úttekt Austurfréttar munu þeir Jóhannes og Ratcliffe eiga 23 af um 70 jörðum í Vopnafirði að hluta eða í heild, í eigin nafni eða í gegnum félög sín. Ratcliffe á 34% í Veiðiklúbbnum Streng í gegnum félagið Fálkaþing, sem er í eigu félags hans Hallicilla Limited.Ratcliffe á fúlgur fjárHringt í allaMaría Jónsdóttir, sem á hlut í jörðinni Hvammi við Hafralónsá, segir að lögmaður hjá Lögmannsstofunni Sókn á Egilsstöðum hafi hringt í hana í lok nóvember. Hann lýsti því að umbjóðendur hans – Jóhannes Kristinsson og „breskur maður“ – hefðu mikinn áhuga á því að kaupa Hvammsjarðirnar – sem eru fimm lögbýli. Bauð hann ótiltekna upphæð fyrir hluta hennar í jörðinni, en Maríu mislíkaði mjög erindið og óskaði eftir því að samskipti sem þessi færu fram skriflega. Sem var gert – og áhugi fjárfestanna ítrekaður. „Það er ekki búið á jörðinni en við sem tengjumst henni höfum sterkar taugar til hennar og svæðisins,“ segir María sem búsett er á Akureyri. „Það er hringt í hvern og einn eiganda jarðanna í Þistilfirði fyrir sig, og ég segi að erindið er sem eitur innan fjölskyldna og innan sveitarfélagsins. Ég set stórt spurningamerki við aðferðir þessara ágengu fjárfesta, sem augljóslega eru að reyna að ná Hafralónsá,“ segir María og spyr hversu langt fjárfestar geti gengið við jarðakaup í þeim tilgangi að hafa einkaaðgang að þeim gæðum sem þeim fylgja.Áhyggjur ráðherraÞessarar sömu spurningar hefur Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, spurt sig. Hann lét það verða eitt af sínum síðustu verkum í ráðherrastóli að skipa þriggja manna starfshóp til að svara henni. Tilefnið var umræðan í samfélaginu í kjölfar kaupa Ratcliffes á Grímsstöðum en „dæmi eru um það að sami aðili hafi keypt margar jarðir á stóru svæði án þess að þar sé fyrirhuguð búseta“, eins og sagði í frétt ráðuneytis hans.Jarðakaup í Vopnafirði og Þistilfirði snúa alfarið að laxveiðihlunnindum en í fjörðunum tveimur eru margar af bestu laxveiðiám landsins.NASFArngrímur, bróðir Maríu, tekur heils hugar undir þessar áhyggjur systur sinnar, og segir „þessa aðila fara hamförum“ í tilraunum til að kaupa jarðirnar sem eiga land að Hafralónsá. Hann segir að fjölskyldan sé harðákveðin í því að selja ekki sitt land, þrátt fyrir að hart sé gengið fram um kaupin. Arngrímur segir að um ár sé liðið síðan byrjað var að bera víurnar í landeigendur á svæðinu – þá hafi verið boðið í tvær jarðir. Þá hafi þegar verið búið að reyna kaup á landi við aðra laxveiðiperlu á svæðinu – Svalbarðsá – og kaupverðið sem nefnt hafi verið sé himinhátt. „Okkur finnst hafa verið farið offari hérna, og það í skjóli myrkurs,“ segir Arngrímur.Á blábrúninniEins og fram kemur í arðskrá Veiðifélags Hafralónsár liggja fimmtán jarðir að ánni og þeim fylgir jafn atkvæðisréttur óháð stærð. Jörðin Hvammur, sem skiptist upp í fimm lögbýli, er þar stærst, en Þorsteinsstaðir næststærst. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að fulltrúar Ratcliffe hafa falast eftir kaupum á báðum þessum jörðum – og raunar telja heimamenn að tilboð hafi verið gerð í flestar eða allar þær jarðir sem liggja að laxveiðisvæði árinnar og hafa atkvæðisrétt í veiðifélagi Hafralónsár. Hvort kaup einstakra jarða séu þegar frágengin, fæst ekki staðfest. Fréttablaðið sendi skriflega fyrirspurn á lögmannsstofuna Sókn, en fékk það svar að ekki væri hægt að gefa nein svör er varða jarðakaup í Þistilfirði – hvorki við Hafralónsá né annars staðar. Marínó Jóhannsson, bóndi á Tunguseli við Hafralónsá, sem jafnframt á fyrrnefnda Þorsteinsstaði og var lengi formaður veiðifélagsins, segir það áhyggjuefni hvernig mál standa og „titringur“ í fólki í sveitinni. „Ég get ekki neitað því,“ segir Marínó aðspurður hvort óskað hafi verið eftir kaupum á hans landi. Hann telur það mjög líklegt að þegar hafi kaup á einstökum jörðum gengið í gegn og „það er á blábrúninni hjá nokkrum öðrum,“ bætir hann við. Sigurður Jens Sverrisson, formaður Veiðifélags Hafralónsár, sem á tvö af fimm lögbýlum jarðarinnar Hvamms, vildi ekki ræða einkamál sín við Fréttablaðið. Sigurður er varaoddviti Svalbarðshrepps, en aðspurður hvort Ratcliffe, eða samstarfsmenn hans, hafi gert tilboð í jarðir í eigu hreppsins svarar hann því til að aftur og aftur hafi verið gerð tilboð í jarðir sem sveitarfélagið á við Sandá og Svalbarðsá, og hann viti ekki betur en Ratcliffe og samstarfsmenn hans standi að baki einhverjum þeirra. Fundargerðir Svalbarðshrepps staðfesta þessi orð Sigurðar um áhuga á jörðum. Í einni fundargerðinni, frá 13. apríl í fyrra, er greint frá þremur slíkum tilboðum. Þau bárust frá fasteignasölunni Stakfelli, Lögmannsstofunni Juris og Lögmannsstofunni Logos – allt fyrir hönd ónefndra umbjóðenda.Milljarðamæringurinn og landeigandinn Jim Ratcliffe.vísir/epaEinn ríkasti maður heimsJim Ratcliffe virðist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi lítið ber á honum persónulega öfugt við umsvif við- skiptaveldis hans.Ineos Group Limited, fyrirtæki hans, er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum. Velta fyrirtækisins og persónulegur auður Ratcliffes er allur talinn í milljörðum punda, en erfitt er að festa hendur á því hversu efnaður hann er. Ýmsum tölum er fleygt varðandi ríkidæmi Ratcliffes en talan 800 milljarðar króna hefur verið nefnd. Ratcliffe skýrir áhuga sinn á jarðakaupum á Íslandi með umhverfisvernd og vernd villta laxins í Norður-Atlantshafi. Hafralónsá, eins og lesa má á vefnum veida.is, er mikil á og margbrotin. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður þar sem veiðimenn geta búist við töku í hverju kasti. Veiðin á vatnasvæði Hafralónsár hefur síðustu ár verið mjög góð. Veiðihús Hafralónsár stendur í landi Hvamms á vesturbakka árinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárglúfurs, fylgir kaupunum 28. desember 2016 11:53 Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur, með aðstoð íslenskra samstarfsmanna sinna, unnið að því undanfarna mánuði að kaupa jarðir í Þistilfirði. Allar tilraunir hans til jarðakaupa tengjast þekktum laxveiðiám, og þá sérstaklega Hafralónsá. Heimamenn lýsa því að tilraunir Ratcliffe til jarðakaupa hafi þegar fætt af sér deilumál innan sveitarinnar, og jafnvel innan fjölskyldna þar sem tekist er á um hvort selja skal eður ei.JarðasöfnunFyrir hátíðir var fjallað ítarlega um jarðakaup Jims Ratcliffe – bæði í Vopnafirði en helst kaup hans á stórum hluta Grímsstaða á Fjöllum. Umhverfismál og varðveisla villta laxins í Norður-Atlantshafi er uppgefin ástæða Ratcliffes fyrir kaupunum. Austurfrétt sagði fyrst frá því í byrjun desember að fimmti ríkasti maður Bretlandseyja væri orðinn umsvifamikill landeigandi í Vopnafirði – hefði keypt þrjár jarðir í Vopnafirði en ætti hlutdeild í átta öðrum í gegnum Veiðiklúbbinn Streng ehf., sem hefur reyndar undanfarin ár verið leigutaki Hafralónsár. Annar stór jarðakaupandi í Vopnafirði er fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem árum saman hefur safnað jörðum sem liggja að vopnfirsku ánum Selá og Hofsá. Samkvæmt úttekt Austurfréttar munu þeir Jóhannes og Ratcliffe eiga 23 af um 70 jörðum í Vopnafirði að hluta eða í heild, í eigin nafni eða í gegnum félög sín. Ratcliffe á 34% í Veiðiklúbbnum Streng í gegnum félagið Fálkaþing, sem er í eigu félags hans Hallicilla Limited.Ratcliffe á fúlgur fjárHringt í allaMaría Jónsdóttir, sem á hlut í jörðinni Hvammi við Hafralónsá, segir að lögmaður hjá Lögmannsstofunni Sókn á Egilsstöðum hafi hringt í hana í lok nóvember. Hann lýsti því að umbjóðendur hans – Jóhannes Kristinsson og „breskur maður“ – hefðu mikinn áhuga á því að kaupa Hvammsjarðirnar – sem eru fimm lögbýli. Bauð hann ótiltekna upphæð fyrir hluta hennar í jörðinni, en Maríu mislíkaði mjög erindið og óskaði eftir því að samskipti sem þessi færu fram skriflega. Sem var gert – og áhugi fjárfestanna ítrekaður. „Það er ekki búið á jörðinni en við sem tengjumst henni höfum sterkar taugar til hennar og svæðisins,“ segir María sem búsett er á Akureyri. „Það er hringt í hvern og einn eiganda jarðanna í Þistilfirði fyrir sig, og ég segi að erindið er sem eitur innan fjölskyldna og innan sveitarfélagsins. Ég set stórt spurningamerki við aðferðir þessara ágengu fjárfesta, sem augljóslega eru að reyna að ná Hafralónsá,“ segir María og spyr hversu langt fjárfestar geti gengið við jarðakaup í þeim tilgangi að hafa einkaaðgang að þeim gæðum sem þeim fylgja.Áhyggjur ráðherraÞessarar sömu spurningar hefur Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, spurt sig. Hann lét það verða eitt af sínum síðustu verkum í ráðherrastóli að skipa þriggja manna starfshóp til að svara henni. Tilefnið var umræðan í samfélaginu í kjölfar kaupa Ratcliffes á Grímsstöðum en „dæmi eru um það að sami aðili hafi keypt margar jarðir á stóru svæði án þess að þar sé fyrirhuguð búseta“, eins og sagði í frétt ráðuneytis hans.Jarðakaup í Vopnafirði og Þistilfirði snúa alfarið að laxveiðihlunnindum en í fjörðunum tveimur eru margar af bestu laxveiðiám landsins.NASFArngrímur, bróðir Maríu, tekur heils hugar undir þessar áhyggjur systur sinnar, og segir „þessa aðila fara hamförum“ í tilraunum til að kaupa jarðirnar sem eiga land að Hafralónsá. Hann segir að fjölskyldan sé harðákveðin í því að selja ekki sitt land, þrátt fyrir að hart sé gengið fram um kaupin. Arngrímur segir að um ár sé liðið síðan byrjað var að bera víurnar í landeigendur á svæðinu – þá hafi verið boðið í tvær jarðir. Þá hafi þegar verið búið að reyna kaup á landi við aðra laxveiðiperlu á svæðinu – Svalbarðsá – og kaupverðið sem nefnt hafi verið sé himinhátt. „Okkur finnst hafa verið farið offari hérna, og það í skjóli myrkurs,“ segir Arngrímur.Á blábrúninniEins og fram kemur í arðskrá Veiðifélags Hafralónsár liggja fimmtán jarðir að ánni og þeim fylgir jafn atkvæðisréttur óháð stærð. Jörðin Hvammur, sem skiptist upp í fimm lögbýli, er þar stærst, en Þorsteinsstaðir næststærst. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að fulltrúar Ratcliffe hafa falast eftir kaupum á báðum þessum jörðum – og raunar telja heimamenn að tilboð hafi verið gerð í flestar eða allar þær jarðir sem liggja að laxveiðisvæði árinnar og hafa atkvæðisrétt í veiðifélagi Hafralónsár. Hvort kaup einstakra jarða séu þegar frágengin, fæst ekki staðfest. Fréttablaðið sendi skriflega fyrirspurn á lögmannsstofuna Sókn, en fékk það svar að ekki væri hægt að gefa nein svör er varða jarðakaup í Þistilfirði – hvorki við Hafralónsá né annars staðar. Marínó Jóhannsson, bóndi á Tunguseli við Hafralónsá, sem jafnframt á fyrrnefnda Þorsteinsstaði og var lengi formaður veiðifélagsins, segir það áhyggjuefni hvernig mál standa og „titringur“ í fólki í sveitinni. „Ég get ekki neitað því,“ segir Marínó aðspurður hvort óskað hafi verið eftir kaupum á hans landi. Hann telur það mjög líklegt að þegar hafi kaup á einstökum jörðum gengið í gegn og „það er á blábrúninni hjá nokkrum öðrum,“ bætir hann við. Sigurður Jens Sverrisson, formaður Veiðifélags Hafralónsár, sem á tvö af fimm lögbýlum jarðarinnar Hvamms, vildi ekki ræða einkamál sín við Fréttablaðið. Sigurður er varaoddviti Svalbarðshrepps, en aðspurður hvort Ratcliffe, eða samstarfsmenn hans, hafi gert tilboð í jarðir í eigu hreppsins svarar hann því til að aftur og aftur hafi verið gerð tilboð í jarðir sem sveitarfélagið á við Sandá og Svalbarðsá, og hann viti ekki betur en Ratcliffe og samstarfsmenn hans standi að baki einhverjum þeirra. Fundargerðir Svalbarðshrepps staðfesta þessi orð Sigurðar um áhuga á jörðum. Í einni fundargerðinni, frá 13. apríl í fyrra, er greint frá þremur slíkum tilboðum. Þau bárust frá fasteignasölunni Stakfelli, Lögmannsstofunni Juris og Lögmannsstofunni Logos – allt fyrir hönd ónefndra umbjóðenda.Milljarðamæringurinn og landeigandinn Jim Ratcliffe.vísir/epaEinn ríkasti maður heimsJim Ratcliffe virðist vera hálfgerður huldumaður í alþjóðlegu viðskiptalífi lítið ber á honum persónulega öfugt við umsvif við- skiptaveldis hans.Ineos Group Limited, fyrirtæki hans, er efnaframleiðslurisi með umsvif í öllum heimshlutum. Velta fyrirtækisins og persónulegur auður Ratcliffes er allur talinn í milljörðum punda, en erfitt er að festa hendur á því hversu efnaður hann er. Ýmsum tölum er fleygt varðandi ríkidæmi Ratcliffes en talan 800 milljarðar króna hefur verið nefnd. Ratcliffe skýrir áhuga sinn á jarðakaupum á Íslandi með umhverfisvernd og vernd villta laxins í Norður-Atlantshafi. Hafralónsá, eins og lesa má á vefnum veida.is, er mikil á og margbrotin. Þar skiptast á gljúfur með miklum hamraveggjum og fallegar malarbreiður þar sem veiðimenn geta búist við töku í hverju kasti. Veiðin á vatnasvæði Hafralónsár hefur síðustu ár verið mjög góð. Veiðihús Hafralónsár stendur í landi Hvamms á vesturbakka árinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárglúfurs, fylgir kaupunum 28. desember 2016 11:53 Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53 Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárglúfurs, fylgir kaupunum 28. desember 2016 11:53
Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Jóhann Friðgeir Valdimarsson fasteignasali segir Jim Ratcliffe ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. 19. desember 2016 22:53
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45