Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 19:45 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja skýrsluna ekki inn á þingið þá en hún hefði þá komið fyrir sjónir almennings fyrir þingkosningarnar 29. október. Í fréttum Stöðvar 2 var Bjarni spurður hvort hann héldi að skýrslan ætti eftir að verða honum til leiðinda. „Nei, ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera. Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið. Við vorum komin að þinglokum þegar ég var tilbúinn að leggja hana inn í þing en einhverjir gætu sagt að það hafi verið mistök hjá mér að leggja hana ekki fram, jafnvel þó að það væru ekki nema einn eða tveir sólarhringar eftir af þinginu og ljóst að hún gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð þar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvaða efnisatriði það væru í skýrslunni sem hefðu átt að gefa honum tilefni til að halda henni frá umræðunni. Þá sagði Bjarni jafnframt að skýrslan kallaði á enn frekari skoðun á þeim málum sem hún tekur til, ekki síst vegna þess að í henni sjáist vel hversu erfitt það er að áætla hversu miklum tekjum þjóðarbúið kann að hafa orðið af vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum. Tengdar fréttir Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja skýrsluna ekki inn á þingið þá en hún hefði þá komið fyrir sjónir almennings fyrir þingkosningarnar 29. október. Í fréttum Stöðvar 2 var Bjarni spurður hvort hann héldi að skýrslan ætti eftir að verða honum til leiðinda. „Nei, ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera. Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið. Við vorum komin að þinglokum þegar ég var tilbúinn að leggja hana inn í þing en einhverjir gætu sagt að það hafi verið mistök hjá mér að leggja hana ekki fram, jafnvel þó að það væru ekki nema einn eða tveir sólarhringar eftir af þinginu og ljóst að hún gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð þar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvaða efnisatriði það væru í skýrslunni sem hefðu átt að gefa honum tilefni til að halda henni frá umræðunni. Þá sagði Bjarni jafnframt að skýrslan kallaði á enn frekari skoðun á þeim málum sem hún tekur til, ekki síst vegna þess að í henni sjáist vel hversu erfitt það er að áætla hversu miklum tekjum þjóðarbúið kann að hafa orðið af vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum.
Tengdar fréttir Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30