Bjarni: „Það tókst, loksins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2017 15:04 Bjarni segir að ekki megi gera lítið úr því hversu mikil áskorun það sé fyrir stjórnvöld að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum, því ekki sé sjálfgefið að halda þeim stöðugleika og viðhalda þeim árangri sem náðst hafi. vísir/ernir „Mig langar að byrja á að segja: Það tókst, loksins. Ekki í fyrstu tilraun, það er þó nokkuð langur vegur frá kosningum, en við höfum gefið okkur góðan tíma og að þessu sinni bættum við smá skammti af þolinmæði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. Ný ríkisstjórn hefur einungis eins manns meirihluta, sem Bjarni segir vissa áskorun. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en er líka ákall á að fólk leiti þvert yfir flokkslínur og leiti samstöðu og það munum við gera,“ sagði hann. Þá sagði Bjarni að ekki meigi gera lítið úr því hversu mikil áskorun það sé fyrir stjórnvöld að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum, því ekki sé sjálfgefið að halda þeim stöðugleika og viðhalda þeim árangri sem náðst hafi. „Mig langar líka að segja að það má ekki gera lítið úr því hversu mikil áskorun það getur verið fyrir stjórnvöld hvers tíma að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda. En okkar áherslur, til dæmis í ríkisfjármálum og efnahagsmálum munu miða að því að viðhalda þeim árangri og hugsa til langrar framtíðar eins og stöðugleikasjóðurinn sem fjallað er um í stjórnarsáttmálum er til vitnis um,“ sagði Bjarni.Vísir hefur fylgst með myndun ríkisstjórnar í Vaktinni í allan dag, sjá að neðan. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Mig langar að byrja á að segja: Það tókst, loksins. Ekki í fyrstu tilraun, það er þó nokkuð langur vegur frá kosningum, en við höfum gefið okkur góðan tíma og að þessu sinni bættum við smá skammti af þolinmæði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem nýr stjórnarsáttmáli var kynntur. Ný ríkisstjórn hefur einungis eins manns meirihluta, sem Bjarni segir vissa áskorun. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en er líka ákall á að fólk leiti þvert yfir flokkslínur og leiti samstöðu og það munum við gera,“ sagði hann. Þá sagði Bjarni að ekki meigi gera lítið úr því hversu mikil áskorun það sé fyrir stjórnvöld að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum, því ekki sé sjálfgefið að halda þeim stöðugleika og viðhalda þeim árangri sem náðst hafi. „Mig langar líka að segja að það má ekki gera lítið úr því hversu mikil áskorun það getur verið fyrir stjórnvöld hvers tíma að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda. En okkar áherslur, til dæmis í ríkisfjármálum og efnahagsmálum munu miða að því að viðhalda þeim árangri og hugsa til langrar framtíðar eins og stöðugleikasjóðurinn sem fjallað er um í stjórnarsáttmálum er til vitnis um,“ sagði Bjarni.Vísir hefur fylgst með myndun ríkisstjórnar í Vaktinni í allan dag, sjá að neðan.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira