RÚV frestar útvarpsseríu um ábyrgðarferli vegna umræðu á Facebook Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 11:32 Dagskrárstjóri segir forsendur að baki útvarpsseríunnar hafa breyst vegna umræðu á Facebook. Vísir/GVA „Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“ Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Það er búið að fresta flutningi út af þessari umræðu allri,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um ástæðu þess að búið er að taka þriggja þátta útvarpsseríu um ábyrgðarferli af dagskrá Rásar 1. Fyrsta þáttinn átti að flytja á laugardaginn. Útvarpsleikhús Rásar 1 vann þættina í samstarfi við Þjóðleikhúsið en það var gert í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikverkinu Gott fólk sem er byggt á samnefndri bók Vals Grettissonar. Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðarpósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum. Þegar fyrir lá að sýna ætti leikverkið samhliða því að flytja ætti þrjá þætti um ábyrgðarferlið á Rás 1 fór af stað mikil umræða á samfélagsmiðlum hvort það væri réttlætanlegt að fjalla svo opinskátt um málið sem hefur haft djúpstæð áhrif á einstaklinga sem því tengdust.Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1.Vísir/StefánSegir forsendur hafa breyst Þröstur Helgason segir ákvörðunina að fresta þáttunum hafa verið tekna síðastliðinn sunnudag en fyrsta þáttinn átti að flytja í útvarpi næstkomandi laugardag. Var það vilji þeirra sem að þáttunum koma að ná þessari umræðu allri, sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum undanfarna daga um málið, inn í þættina. „Forsendur hafa breyst auðvitað eftir að þessa umræða hófst daginn fyrir frumsýningu. Við höldum að þetta verði betri sería með því að reyna að ná utan um þessa umræðu. Það var sú dagskrárlega ákvörðun,“ segir Þröstur. Hann segir að til dæmis verði bætt við umræðu um samfélagslegt hlutverk leikhúss og ábyrgð gagnvart einstaklingum. „Þetta er mjög forvitnileg umræða sem okkur finnst spennandi að ná utan um,“ segir Þröstur. Hann vonast til að þættirnir verði fluttir í febrúar en það muni fara eftir því hvernig gengur að vinna þá. „Við munum reyna að ræða þær spurningar sem hafa komið upp síðustu daga.“Fylgdust með umræðum á Facebook Hann segir að Ríkisútvarpinu sjálfu hafi ekki borist margar kvartanir vegna þessara þátta en starfsmenn fjölmiðilsins hafi fylgst með umræðum á Facebook. „Hún er bæði efnisleg og líka verið að spyrja hvaða rétt á listamaðurinn þegar hann fjallar um annað fólk,“ segir Þröstur. Hann segir þessar spurningar um samfélagslegt hlutverk og mörkin milli þess persónulega og hið almenna vera aldagamalt viðfangsefni. „Þetta eru 5.000 ára gamlar spurningar frá Aristóteles, sem væri mjög gaman að fjalla um í þessu ljósi.“
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi? Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því? 6. janúar 2017 15:45