Innlent

Vegabréf dýrari hér á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Fullorðinn Íslendingur þarf að greiða 12.300 krónur fyrir að endurnýja vegabréf sem gildir í tíu ár.
Fullorðinn Íslendingur þarf að greiða 12.300 krónur fyrir að endurnýja vegabréf sem gildir í tíu ár. Vísir/Stefán
Vegabréf eru dýrari hér á landi en í hinum Norðurlöndunum, en eru þó gjaldgeng í færri löndum. Samanborið við vegabréf í Noregi eru þau sem gefin eru út hér á landi nærri því tvöfalt dýrari. Þetta kemur fram í samantekt Túrista.is.

Þar kemur fram að fullorðinn Íslendingur þurfi að greiða 12.300 krónur fyrir að endurnýja vegabréf sem gildir í tíu ár. Vegabréf í Danmörku og Noregi gilda einnig í tíu ár, en þar kosta þau tíu þúsund krónur í Danmörku og 6.250 krónur í Noregi.

Endurnýja þarf vegabréf á fimm ára fresti í Svíþjóð og í Finnlandi. Sænskt vegabréf kostar 4.590 krónur og finnskt kostar tæpar sex þúsund krónur. Á tíu ára tímabili borga Svíar og Finnar samt minna en Íslendingar fyrir vegabréf.

Að lokum bendir Túristi á að íslenska vegabréfið sé gjaldgengt í 165 löndum en þau norrænu í 170 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×