Innlent

Reyndi að stinga lögregluna af

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimm voru stöðaðir vegna gruns um ölvunarakstur.
Fimm voru stöðaðir vegna gruns um ölvunarakstur. Vísir/Getty
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt, að mestu vegna ölvunar og skemmtanalífs landans. Tilkynnt var um fimm líkamsárásir í nótt, þar af fjórar í miðborg Reykjavíkur og voru fimm ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur. Tveir þeirra voru einnig grunaðir um að vera undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og þrír voru stöðvaðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna einungis.

Samkvæmt dagbók lögreglu var einn ökumaður þó ekki á því að stöðva. Sá reyndi að komast undan lögreglu akandi og leiddi það til snarprar eftirfarar. Hann náðist þó og gistir fangaklefa. Fimm aðrir halda einnig til í fangaklefum vegna líkamsárása.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×