Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Mál Birnu hefur haft mikil áhrif á Grænlendinga

Mál Birnu Brjánsdóttur hefur haft mikil áhrif á samfélagið í Grænlandi og mörgum er afar brugðið vegna þessa. Íbúar í Nuuk hafa meðal annars upplifað mikla sektarkennd vegna málsins.

Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en Kristján Már Unnarsson fréttamaður er staddur á Grænlandi. Hann mun meðal annars tala við fréttakonu hjá KNR, grænlenska ríkissjónvarpinu og borgarstjórann í Nuuk, höfuðstað Grænlands.

Tveir grænlenskir skipverjar eru í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið Birnu að bana. Mennirnir hafa hingað til neitað allri sök í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×