Innlent

Göngumaðurinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/ernir
Umfangmikil leit fór fram í hlíðum Esjunnar í gær eftir að þrír menn lentu þar í snjóflóði. Tveir þeirra komust af sjálfsdáðum úr flóðinu en einn þeirra var fluttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir að hann fannst. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir.

Snjóflóðið féll í Grafardal í um 600 metra hæð. Björgunarsveitir Landsbjargar af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út og er talsverður viðbúnaður á svæðinu, en farið var með leitarhunda og tækjabúnað auk þess sem TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Jónas Guðmundsson, vettvangsstjóri hjá Landsbjörg segir að kalt hafi verið úti fyrir leitarmenn í gær en að björgunarmenn séu vel búnir, svo það ekki hafi væst um þá. Aðspurður segir hann að snjóflóð í Esjunni séu nokkuð tíð.

„Snjóflóð falla í Esjunni mjög reglulega, en þó þetta sé heimafjallið okkar þá er þetta alvöru fjall,“ segir hann.

Um hundrað manns komu að leitinni.

Mikill viðbúnaður er við Esjuna.vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×