Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. janúar 2017 19:31 Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr. Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr.
Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15