Ekki áhersla ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. janúar 2017 19:31 Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr. Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það ekki sérstaka áherslu ríkisstjórnarinnar að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Til greina komi að hafna umsókn um rekstur sérhæfðrar sjúkraþjónustu í Ármúla, komi í ljós að hún hafi slæm áhrif á heilbrigðiskerfið. Klíníkin Ármúla hefur fengið leyfi frá Embætti landlæknis til þess að reka sérhæfða sjúkraþjónustu með legudeild. Klíníkin mun geta framkvæmt allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir. Birgir Jakobsson landlæknir staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að þetta er í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt til einkaaðila hér á landi. Þrátt fyrir þetta leyfi landlæknis er ljóst að málið mun núna koma inn á borð heilbrigðisráðherra.Ekki búinn að taka afstöðu „Stóra spurningin sem að mun koma inn á mitt borð er það hvort að það verði gerður þjónustusamningur, eða ég fel Sjúkratryggingum að gera þjónustusamning, um flóknari aðgerðir þarna. Og við erum ekki komin svo langt. Ég er ekki búinn að taka afstöðu til þess,” segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir að skoða þurfi hvaða áhrif þessi starfsemi hafi á heilbrigðiskerfið í heild. Ef slík skoðun leiði í ljós að starfsemin hafi slæm áhrif, muni hann hafna umsókninni. „Það er ekki sérstakt áhersluatriði hjá mér eða ríkisstjórninni að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu,” segir Óttarr.Mjög alvarlegar afleiðingar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við fréttastofu í dag að verði þessi áform að veruleika muni það grafa undan sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum. Afleiðingarnar yrðu út frá öllum mælikvörðum mjög alvarlegar fyrir heilbrigðiskerfið í heild.Deilir þú þessum áhyggjum með Páli?„Ég vil, já allavega deila þeim og taka tillit til þeirra. Eins og ég segi, það er á mína ábyrgð að horfa á heilbrigðiskerfið allt en ekki bara afmarkaða þætti þess. Og hluti af því er að tryggja þjónustu og getu til þjónustu alls staðar, og auðvitað er Landspítalinn lykilaðili í því,” segir Óttarr.
Tengdar fréttir Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir ráðherra bera pólitíska ábyrgð á einkasjúkrahúsi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er mótfallinn hugmyndum um að einkafyrirtækið Klínikin í Ármúla fái að opna legudeild. Hann segir að opnun legudeildarinnar sé pólitísk ákvörðun sem heilbrigðisráðherra þurfi að taka afstöðu til. 27. janúar 2017 14:15