Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2017 20:45 Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. Ásamt samstarfssamningi leiða skipakaupin til þess að viðskiptabönd Íslendinga og Grænlendinga styrkjast verulega á næstu árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskip lætur smíða tvö skip í Kína og skipafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Royal Arctic Line, lætur smíða eitt samskonar skip, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip í dag. Félögin hafa gert samning um samstarf sem miðar meðal annars að samnýtingu skipanna.Skipin verða þau stærstu sem Íslendingar hafa eignast, 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd, og bera 2.150 gámaeiningar hvert.Teikning/Eimskip.Skipin verða 180 metrar á lengd og kostar hvert þeirra um 3,7 milljarða króna. Þau verða afhent eftir tvö ár og verða þá stærstu skip í siglingasögu Íslands. Skip Grænlendinga verður einnig það stærsta sem þeir hafa eignast. Stærstu skip Eimskips í dag, Dettifoss og Goðafoss, bera um 1.450 gámaeiningar. Nýju skipin munu hins vegar bera 2.150 gámaeiningar eða um 50 prósent meira. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Sundahafnar í Reykjavík með gerð nýs 400 metra langs hafnarbakka.Teikning/Faxaflóahafnir.Þau verða svo stór að það er byrjað að stækka Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa sett af stað framkvæmdir við nýjan 400 metra viðlegukant og vinna starfsmenn Ístaks þessa dagana að því að reka niður stálþil. Einnig þarf að dýpka út frá bryggjunum. Nýi hafnarbakkinn verður utan Klepps og á að verða tilbúinn áður en nýju skipin koma árið 2019.Nýi hafnarbakkinn verður norðan við Klepp, Jafnframt þarf að dýpka hafnarsvæðið niður í 10-12 metra dýpi á stórum kafla.Teikning/Faxaflóahafnir.Áður höfðu Grænlendingar hafið stækkun hafnarinnar í Nuuk en litið er á verkefnið sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlands. Markmiðið er að klippa á þann nýlendubrag sem felst í því að allir skipaflutningar til og frá Grænlandi þurfi að fara um Álaborg í Danmörku.Grafísk mynd af nýju gámahöfninni í Nuuk.Grafík/Sikuki Nuuk Harbour A/S.Í staðinn hyggjast Grænlendingar tengjast flutningakerfi Eimskips um Ísland. Þetta þýðir að gámar merktir Royal Arctic verða meira áberandi í Reykjavík jafnframt því sem skip Grænlendinga koma til með að flytja vörur fyrir Íslendinga. En kannski eru stærstu tíðindin pólitísks eðlis, því menn telja sig lesa úr þessu þá stefnumörkun grænlenskra stjórnvalda að í framtíðinni verði Íslendingar á viðskiptasviðinu bestu vinir Grænlendinga. Rætt var við Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, um þessi áform í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur mánuðum. Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Ólafur Ragnar sæmdur æðstu orðu Grænlands Grænlendingar hafa heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, með gullorðu grænlenska þingsins 22. maí 2016 21:10 Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands TVG-Zimsen mun vinna náið með stærsta flutningafyrirtækis Grænlands. 1. apríl 2016 11:17 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. 25. október 2016 20:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. Ásamt samstarfssamningi leiða skipakaupin til þess að viðskiptabönd Íslendinga og Grænlendinga styrkjast verulega á næstu árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskip lætur smíða tvö skip í Kína og skipafélag grænlensku landsstjórnarinnar, Royal Arctic Line, lætur smíða eitt samskonar skip, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip í dag. Félögin hafa gert samning um samstarf sem miðar meðal annars að samnýtingu skipanna.Skipin verða þau stærstu sem Íslendingar hafa eignast, 180 metrar á lengd og 31 metri á breidd, og bera 2.150 gámaeiningar hvert.Teikning/Eimskip.Skipin verða 180 metrar á lengd og kostar hvert þeirra um 3,7 milljarða króna. Þau verða afhent eftir tvö ár og verða þá stærstu skip í siglingasögu Íslands. Skip Grænlendinga verður einnig það stærsta sem þeir hafa eignast. Stærstu skip Eimskips í dag, Dettifoss og Goðafoss, bera um 1.450 gámaeiningar. Nýju skipin munu hins vegar bera 2.150 gámaeiningar eða um 50 prósent meira. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Sundahafnar í Reykjavík með gerð nýs 400 metra langs hafnarbakka.Teikning/Faxaflóahafnir.Þau verða svo stór að það er byrjað að stækka Sundahöfn. Faxaflóahafnir hafa sett af stað framkvæmdir við nýjan 400 metra viðlegukant og vinna starfsmenn Ístaks þessa dagana að því að reka niður stálþil. Einnig þarf að dýpka út frá bryggjunum. Nýi hafnarbakkinn verður utan Klepps og á að verða tilbúinn áður en nýju skipin koma árið 2019.Nýi hafnarbakkinn verður norðan við Klepp, Jafnframt þarf að dýpka hafnarsvæðið niður í 10-12 metra dýpi á stórum kafla.Teikning/Faxaflóahafnir.Áður höfðu Grænlendingar hafið stækkun hafnarinnar í Nuuk en litið er á verkefnið sem einskonar efnahagslega sjálfstæðisyfirlýsingu af hálfu Grænlands. Markmiðið er að klippa á þann nýlendubrag sem felst í því að allir skipaflutningar til og frá Grænlandi þurfi að fara um Álaborg í Danmörku.Grafísk mynd af nýju gámahöfninni í Nuuk.Grafík/Sikuki Nuuk Harbour A/S.Í staðinn hyggjast Grænlendingar tengjast flutningakerfi Eimskips um Ísland. Þetta þýðir að gámar merktir Royal Arctic verða meira áberandi í Reykjavík jafnframt því sem skip Grænlendinga koma til með að flytja vörur fyrir Íslendinga. En kannski eru stærstu tíðindin pólitísks eðlis, því menn telja sig lesa úr þessu þá stefnumörkun grænlenskra stjórnvalda að í framtíðinni verði Íslendingar á viðskiptasviðinu bestu vinir Grænlendinga. Rætt var við Gylfa Sigfússon, forstjóra Eimskips, um þessi áform í fréttum Stöðvar 2 fyrir þremur mánuðum.
Tengdar fréttir Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15 Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Ólafur Ragnar sæmdur æðstu orðu Grænlands Grænlendingar hafa heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, með gullorðu grænlenska þingsins 22. maí 2016 21:10 Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands TVG-Zimsen mun vinna náið með stærsta flutningafyrirtækis Grænlands. 1. apríl 2016 11:17 Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15 Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. 25. október 2016 20:15 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslendingar í lykilstöðum við stækkun hafnarinnar í Nuuk Vonast er til að tvöföldun hafnarinnar í Nuuk, höfuðstað Grænlands, verði lyftistöng fyrir atvinnulíf Grænlendinga. 13. mars 2016 20:15
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Ólafur Ragnar sæmdur æðstu orðu Grænlands Grænlendingar hafa heiðrað Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, með gullorðu grænlenska þingsins 22. maí 2016 21:10
Taka yfir flugfrakt milli Danmerkur og Grænlands TVG-Zimsen mun vinna náið með stærsta flutningafyrirtækis Grænlands. 1. apríl 2016 11:17
Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum. 11. september 2012 23:00
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10. september 2012 20:15
Ný risaskip þegar Reykjavík verður tengihöfn Grænlands Meginskipaflutningar Grænlands verða í framtíðinni í gegnum Reykjavík í stað Álaborgar í Danmörku, samkvæmt samstarfssamningi Grænlendinga og Eimskips. 25. október 2016 20:15