Einar Þorvarðar um hugmynd Kristjáns: Þetta væri röng ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Kristján Arason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, að kominn væri tími á að reynslumestu menn íslenska liðsins síðustu ár; Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson, yrðu settir til hliðar og yngri leikmönnum hleypt að strax. „Mér finnst umræðan fara ansi hratt í þá áttina að setja inn 18 ára gamla leikmenn í karlalandsliðið. Það yrði röng ákvörðun myndi ég segja. Við erum með mikið af verkefnum fyrir unglingalandsliðin okkar, meðal annars er U21 árs landsliðið að fara í lokakeppni HM í Alsír í sumar,“ sagði Einar Þorvarðason, framkvæmdastjóri HSÍ, við íþróttadeild um þessa hugmynd Kristjáns. „Þar eru margir leikmenn sem fá verkefni, meðal annars strákar sem voru í A-landsliðinu í Frakklandi. Nítján ára landsliðið okkar verður á úrslitamóti HM í Georgíu í ágúst og svo er 17 ára landsliðið á Ólympíuhátíð æskunnar þar sem átta bestu lið heims taka þátt. Það er því mikið að gera hjá þessum ungu leikmönnum.“ Fjórir menn stigu sín fyrstu skref á stórmóti á HM í Frakklandi en Einar Þorvarðarson vill halda liðinu óbreyttu í næstu verkefnum. „Mín skoðun er sú að þessir leikmenn þurfa að þroskast í sínum liðum. Það tókst vel núna að taka þessa þrjá ungu leikmenn inn. Nú erum við í forkeppni fyrir EM 2018 í Króatíu. Við eigum eftir fjóra leiki þar og næstu tveir leikir í þeirri keppni verða á móti Makedóníu í byrjun maí. Ég er á því að þetta lið sem spilaði á HM eigi að klára þetta verkefni,“ sagði Einar Þorvarðarson. Alla fréttina má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Íþróttafréttamaðurinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í handbolta er ekki sammála Kristjáni Arasyni um framtíð íslenska liðsins. 24. janúar 2017 18:15