Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2017 18:30 Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í Dýrafjarðargöng, upp á 8,7 milljarða króna, og reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. Það ríkti spenna við tilboðsopnun enda er þetta langstærsta verkið á samgönguáætlun frá því Norðfjarðargöng voru boðin út fyrir fjórum árum. Fimm tilboð bárust en allir bjóðendur höfðu áður verið samþykktir í forvali. Tilboð Metrostav og Suðurverks reyndist lægst, upp á nærri 8.700 milljónir króna, sem er 93 prósent af 9,3 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næstlægsta og þriðjalægsta boð reyndust á pari við kostnaðaráætlun en tvö þau hæstu voru talsvert hærri.Lægsta tilboð var 633 milljónum undir kostnaðaráætlun. Nærri 2.200 milljónum krónaði munaði á hæsta og lægsta boði.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2. Lægstbjóðendur, Metrostav og Suðurverk, eru þeir sömu og nú grafa Norðfjarðargöng, sem eiga að klárast í september. Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði. „Því þar verður byrjað að sprengja og grafa.“ - Og hvenær gerist það? „Það verður í júlí, ágúst, september, - eitthvað svoleiðis - á þessu tímabili.“Svona verður aðkoman Dýrafjarðarmegin en göngin eiga að vera tilbúin sumarið 2020.Grafík/Vegagerðin.En kannski óttast Vestfirðingar helst, í ljósi reynslunnar, að það verði hætt við allt saman. En er hægt að snúa við úr þessu? „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ svarar vegamálastjóri. Áætlað er að verkið taki þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra en megintilgangurinn er þó að leysa af fjallveginn um Hrafnseyrarheiði.Það er öruggt að nú verður ekki aftur snúið, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En verður auðvelt að bora í gegnum vestfirska bergið? „Nú veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ýmislegt komið upp á í fjöllunum hér á Íslandi,“ svarar Dofri Eysteinsson, en forstjórinn á það til að grípa sjálfur í vinnuvélarnar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25 Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00 Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í Dýrafjarðargöng, upp á 8,7 milljarða króna, og reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. Það ríkti spenna við tilboðsopnun enda er þetta langstærsta verkið á samgönguáætlun frá því Norðfjarðargöng voru boðin út fyrir fjórum árum. Fimm tilboð bárust en allir bjóðendur höfðu áður verið samþykktir í forvali. Tilboð Metrostav og Suðurverks reyndist lægst, upp á nærri 8.700 milljónir króna, sem er 93 prósent af 9,3 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næstlægsta og þriðjalægsta boð reyndust á pari við kostnaðaráætlun en tvö þau hæstu voru talsvert hærri.Lægsta tilboð var 633 milljónum undir kostnaðaráætlun. Nærri 2.200 milljónum krónaði munaði á hæsta og lægsta boði.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2. Lægstbjóðendur, Metrostav og Suðurverk, eru þeir sömu og nú grafa Norðfjarðargöng, sem eiga að klárast í september. Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði. „Því þar verður byrjað að sprengja og grafa.“ - Og hvenær gerist það? „Það verður í júlí, ágúst, september, - eitthvað svoleiðis - á þessu tímabili.“Svona verður aðkoman Dýrafjarðarmegin en göngin eiga að vera tilbúin sumarið 2020.Grafík/Vegagerðin.En kannski óttast Vestfirðingar helst, í ljósi reynslunnar, að það verði hætt við allt saman. En er hægt að snúa við úr þessu? „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ svarar vegamálastjóri. Áætlað er að verkið taki þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra en megintilgangurinn er þó að leysa af fjallveginn um Hrafnseyrarheiði.Það er öruggt að nú verður ekki aftur snúið, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En verður auðvelt að bora í gegnum vestfirska bergið? „Nú veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ýmislegt komið upp á í fjöllunum hér á Íslandi,“ svarar Dofri Eysteinsson, en forstjórinn á það til að grípa sjálfur í vinnuvélarnar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25 Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00 Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25
Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00
Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00