Einar Örn svarar Kristjáni: Janusi Daða enginn greiði gerður með að henda Arnóri úr landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. janúar 2017 18:15 Einar Örn Jónsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru samherjar í landsliðinu. vísir/vilhelm Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur vakið mikla athygli fyrir róttæka hugmynd sína um að binda endi á landsliðsferla fjögurra lykilmanna íslenska landsliðsins í gegnum tíðina. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, var spurður út í hugmynd Kristjáns í Akraborginni á X977 í dag og hvort hann væri sammála henni? „Eiginlega bæði og. Mér finnst sjálfsagt að taka umræðuna um að yngja upp landsliðið eða endurnýjun á liðinu. Mér finnst við líka þurfa að passa okkur á að fara ekki of bratt í hlutina,“ sagði Einar. „Kristján er að tala um að skipta út þessum fjórum og fá inn yngri menn, en þetta eru þær fjórar stöður á vellinum þar sem við fengum inn unga menn sem stóðu sig vel á HM. Janus Daði, Ómar Ingi, Arnar Freyr og Bjarki Már Elísson spila þessar stöður sem Kristján er að tala um þannig það er búið að fá inn unga menn í þessar stöður til að vera við hlið þessara eldri og reyndari manna.“ „Hvaða fleiri ungu leikmenn vill hann endilega fá í viðbót við þessa fjóra?“ sagði Einar Örn.graf/fréttablaðiðFjórmenningarnir eru allir komnir yfir þrítugt og Guðjón Valur nálgast fertugsaldurinn en saman hafa þeir farið á ríflega 50 stórmót. Einar Örn sér það ekki sem neitt vandamál. „Það á ekki alltaf að horfa á aldur manna þegar kemur að því að henda út mönnum frekar en þegar þú ert að velja liðið. Arnór Atlason spilaði til dæmis vel á HM. Hann kom inn lemstraður en tók stjórnina í sóknarleiknum. Janusi Daða yrði ekkert endilega gerður greiði með því að henda Arnóri út og hann myndi bara fá þetta upp í hendurnar,“ sagði Einar Örn. „Það er öllum ungum mönnum hollt þegar þeir eru að byrja og taka sín fyrstu skref að hafa einhvern reyndari sér við hlið. Menn eiga ekki endilega að líta á það sem einhverja samkeppni heldur samvinnu hjá þeim báðum [Arnóri og Janusi Daða] að gera Janus Daða að betri leikmanni og framtíðar leikstjórnanda. Þeim hagsmunum væri ekkert betur borgið með því að kasta Arnóri Atlasyni því hann er búinn að spila ákveðið marga leiki og er ákveðið gamall.“ Ungir strákar fengu mínútur á HM í Frakklandi og þeim var leyft að gera mistök. Einar var ánægður með hvernig þeim var ýtt inn í liðið á þessu móti. „Geir hefur sagt það sjálfur að það er ákveðin náttúrleg endurnýjun sem verður að eiga sér stað. Geir er ekkert fylgjandi byltingu þó þetta hafi gengið vel með ungu strákana núna. Við erum komin með mann núna sem getur spilað við hlið Guðjóns Vals sem er eitthvað sem við getum ekki haft. Núna þegar við erum komnir með tvo góða vinstri hornamenn, af hverju eigum við þá að henda Guðjóni Val bara til þess að vera aftur með einn góðan vinstri hornamann?“ sagði Einar Örn Jónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Kristján Arason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur vakið mikla athygli fyrir róttæka hugmynd sína um að binda endi á landsliðsferla fjögurra lykilmanna íslenska landsliðsins í gegnum tíðina. Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Kári Kristján Kristjánsson. Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, var spurður út í hugmynd Kristjáns í Akraborginni á X977 í dag og hvort hann væri sammála henni? „Eiginlega bæði og. Mér finnst sjálfsagt að taka umræðuna um að yngja upp landsliðið eða endurnýjun á liðinu. Mér finnst við líka þurfa að passa okkur á að fara ekki of bratt í hlutina,“ sagði Einar. „Kristján er að tala um að skipta út þessum fjórum og fá inn yngri menn, en þetta eru þær fjórar stöður á vellinum þar sem við fengum inn unga menn sem stóðu sig vel á HM. Janus Daði, Ómar Ingi, Arnar Freyr og Bjarki Már Elísson spila þessar stöður sem Kristján er að tala um þannig það er búið að fá inn unga menn í þessar stöður til að vera við hlið þessara eldri og reyndari manna.“ „Hvaða fleiri ungu leikmenn vill hann endilega fá í viðbót við þessa fjóra?“ sagði Einar Örn.graf/fréttablaðiðFjórmenningarnir eru allir komnir yfir þrítugt og Guðjón Valur nálgast fertugsaldurinn en saman hafa þeir farið á ríflega 50 stórmót. Einar Örn sér það ekki sem neitt vandamál. „Það á ekki alltaf að horfa á aldur manna þegar kemur að því að henda út mönnum frekar en þegar þú ert að velja liðið. Arnór Atlason spilaði til dæmis vel á HM. Hann kom inn lemstraður en tók stjórnina í sóknarleiknum. Janusi Daða yrði ekkert endilega gerður greiði með því að henda Arnóri út og hann myndi bara fá þetta upp í hendurnar,“ sagði Einar Örn. „Það er öllum ungum mönnum hollt þegar þeir eru að byrja og taka sín fyrstu skref að hafa einhvern reyndari sér við hlið. Menn eiga ekki endilega að líta á það sem einhverja samkeppni heldur samvinnu hjá þeim báðum [Arnóri og Janusi Daða] að gera Janus Daða að betri leikmanni og framtíðar leikstjórnanda. Þeim hagsmunum væri ekkert betur borgið með því að kasta Arnóri Atlasyni því hann er búinn að spila ákveðið marga leiki og er ákveðið gamall.“ Ungir strákar fengu mínútur á HM í Frakklandi og þeim var leyft að gera mistök. Einar var ánægður með hvernig þeim var ýtt inn í liðið á þessu móti. „Geir hefur sagt það sjálfur að það er ákveðin náttúrleg endurnýjun sem verður að eiga sér stað. Geir er ekkert fylgjandi byltingu þó þetta hafi gengið vel með ungu strákana núna. Við erum komin með mann núna sem getur spilað við hlið Guðjóns Vals sem er eitthvað sem við getum ekki haft. Núna þegar við erum komnir með tvo góða vinstri hornamenn, af hverju eigum við þá að henda Guðjóni Val bara til þess að vera aftur með einn góðan vinstri hornamann?“ sagði Einar Örn Jónsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Kristján Arason vill losna við fjóra lykilmenn í íslenska landsliðinu Kristján Arason er á því að tími Guðjóns Vals, Arnórs Atla, Ásgeirs Arnar og Kára með landsliðinu sé liðinn. Hann segir nóg af mönnum til að taka við af þeim. 24. janúar 2017 06:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti