Viðskipti innlent

Eigandi Herragarðsins hagnaðist um 39 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Herragarðurinn rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind.
Herragarðurinn rekur verslanir í Kringlunni og Smáralind. Vísir/Anton Brink
Einkahlutafélagið Föt og skór, eigandi Herragarðsins, var rekið með 39 milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman var jákvæð um 205 milljónir árið 2014 en það ár seldi félagið hlutabréf fyrir 95 milljónir króna.

Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi félagsins sem skilað var inn til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra rétt fyrir áramót. Samkvæmt honum námu eignir þess 746 milljónum í árslok 2015 en skuldirnar 701 milljón. Rekstrartekjur námu þá 1,2 milljörðum króna og lækkuðu um 6,5 prósent milli ára. Föt og skór á og rekur verslanir Herragarðsins í Kringlunni og Smáralind. Í reikningnum er einnig tekið fram að félagið reki aðrar verslanir en ein þeirra er Boss-búðin í Kringlunni. Það á einnig helmingshlut í fasteignafélaginu Suður67 ehf. Föt og skór er í eigu Hákons Magnússonar, Rósu Sigurðardóttur og 1967 ehf.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×