Innlent

Stjórnarflokkarnir með meirihluta í öllum fastanefndum Alþingis

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, á sæti í tveimur nefndum en samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, er félags-og jafnréttisráðherra. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, situr í fjárlaganefnd.
Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar, á sæti í tveimur nefndum en samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, er félags-og jafnréttisráðherra. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, situr í fjárlaganefnd. vísir/anton brink
Kosið var í fastanefndir Alþingis á þingfundi í dag. Nefndirnar eru alls átta en áður en að kosningunni kom í dag höfðu stjórn og stjórnarandstaða reynt að koma sér saman um skipan nefndanna en þær viðræður sigldu í strand.

Stjórnarmeirihlutinn, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð, fer því með meirihluta í öllum nefndunum átta, er með fimm menn, en stjórnarandstaðan, það er Vinstri grænir, Píratar, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, er með fjóra menn.

Ekki liggur fyrir hver verður formaður hverrar nefndar en nefndirnar kjósa sér sjálfar forystu. Í samtali við fréttastofu fyrr í dag sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að stjórnarmeirihlutinn leitist ekki eftir því að hrifsa til sín formennsku í öllum nefndum þó hann gæti það tæknilega í krafti meirihlutans.

Hér að neðan má sjá hverjir voru kosnir sem aðalmenn í nefndar átta en auk þeirra voru varamenn kjörnir á fundi Alþingis í dag. Þá var einnig kosið í alþjóðanefndir en upplýsingar um þær má nálgast á vef Alþingis.

Allsherjar-og menntamálanefnd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð

Pawel Bartoszek, Viðreisn

Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki

Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum

Einar Brynjólfsson, Pírötum

Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum

Efnahags-og viðskiptanefnd

Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki

Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn

Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki

Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum

Lilja Alfreðsdóttir, Framsóknarflokki

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum

Smári McCarthy, Pírötum

Atvinnuveganefnd

Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki

Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki

Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð

Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki

Eva Pandora Baldursdóttir, Pírötum

Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænum

Logi Már Einarsson, Samfylkingunni

Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki

Umhverfis-og samgöngunefnd

Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Pawel Bartoszek, Viðreisn

Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki

Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokki

Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri grænum

Einar Brynjólfsson, Pírötum

Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki

Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum

Fjárlaganefnd

Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki

Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð

Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki

Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum

Björn Leví Gunnarsson, Pírötum

Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingunni

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki

Utanríkismálanefnd

Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn

Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki

Bryndís Haraldsson, Sjálfstæðisflokki

Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokki

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki

Ásta Guðrún Helgadóttir, Pírötum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki

Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum

Velferðarnefnd

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki

Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki

Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn

Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð

Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki

Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki

Guðjón S. Brjánsson, Samfylkingunni

Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum

Halldóra Mogensen, Pírötum

Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd

Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki

Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki

Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki

Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki

Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn

Birgitta Jónsdóttir, Pírötum

Lilja Alfreðsdóttir, Framsóknarflokki

Jón Þór Ólafsson, Pírötum

Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum


Tengdar fréttir

Unnur Brá kosin forseti Alþingis

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var nú rétt í þessu kosin forseti Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×