Sigmundur Davíð á meðal ræðumanna Framsóknarflokksins í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2017 12:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. visir/vilhelm Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Þingfundur verður á Alþingi klukkan 19:30 í kvöld en þá mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Þrír þingmenn úr öllum flokkum taka til máls en athygli vekur að á meðal ræðumanna í kvöld er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Eins og kunnugt er var hann formaður flokksins þar til í september síðastliðnum þegar Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri á flokksþingi. Sigurður Ingi var þá forsætisráðherra en hann hafði tekið því embætti í apríl í kjölfar þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra vegna uppljóstrana í Panama-skjölunum. Í útvarpsviðtali á Rás 1 í desember var Sigurður Ingi spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og sagði þá að þau mættu vera betri. Aðrir þingmenn Framsóknar sem taka til máls í kvöld eru Sigurður Ingi, sem tekur fyrstur til máls fyrir flokkinn, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, sem talar í annarri umferð. Sigmundur tekur því til máls í þriðju umferð. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala auk Bjarna þau Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar-, og nýsköðunarráðherra, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður. Fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð taka til máls þau Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Fyrir Pírata tala þau Ásta Guðrún Helgadóttir, Björn Leví Gunnarsson og Viktor Orri Valgarðsson en hann er varaþingmaður fyrir Gunnar Hrafn Jónsson. Fyrir Viðreisn taka til máls Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og þingmennirnir Hanna Katrín Friðriksson og Jóna Sólveig Elínardóttir sem jafnframt er varaformaður flokksins. Fyrir Bjarta framtíð tala þau Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður flokksins, Björt Ólafsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, og þingmaðurinn Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Fyrir Samfylkinguna taka til máls Logi Már Einarsson, formaður flokksins, og þingmennirnir Oddný G. Harðardóttir og Guðjón S. Brjánsson. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir. Forsætisráðherra hefur 18 mínútur til framsögu en aðrir þingflokkar en þingflokkur forsætisráðherra hafa 10 mínútur í fyrstu umferð, í annarri og þriðju umferð hafa þingflokkarnir 5 mínútur hver. Röð flokkanna er í öllum umferðum þessi: Sjálfstæðisflokkur Vinstri hreyfingin – grænt framboð Píratar Viðreisn Framsóknarflokkur Björt framtíð Samfylking
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Alþingi kemur saman í skugga ágreinings um nefndaskipan Alþingi kemur saman í fyrsta sinn í dag síðan ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók við völdum. 24. janúar 2017 08:15