Kit Harrington sneri aftur til Íslands Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2017 12:00 Mynd náðist af leikaranum Kit Harrington á Íslandi á föstudagskvöldið. GETTY/KEARSTIN PETERSON Leikarar úr Game of Thrones eru sagðir hafa snúið aftur til Íslands fyrir tökur sem fóru fram í Reynisfjöru um helgina. Mynd náðist af leikaranum Kit Harrington á Íslandi á föstudagskvöldið. Tökur hafa þegar farið fram á Svínafellsjökli og við Jökulsárlón en margt virðist benda til þess að Ísland muni leika stórt hlutverk í næstu þáttaröð þáttanna geysivinsælu. Þó stóð til að tökunum myndi ljúka við enda síðustu viku.Sjá einnig: Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones (Mögulegur Spoiler)Harrington snúið aftur heim til sín í London í síðustu viku. Hann var hins vegar mættur aftur til Íslands á föstudaginn, samkvæmt Watchers on the Wall. Meðfylgjandi mynd var tekin hér í Reykjavík á föstudaginn. Konan sem tók hana segir Harrington hafa verið á sama hóteli og hún, en hann hafi farið af hótelinu eftir helgina. Þá birti Winter Is Coming myndir af tökum í Dyrhólafjöru nú um helgina. Fyrir neðan myndina verður fjallað um hvað tökurnar þýða mögulega. Þið vitið af því. While exploring around southern Iceland today with Tara, Lauren, & Jacob, we happened upon the Game of Thrones crew/cast filming scenes. After leaving and going to dinner in Vík, we randomly ran into the crew and cast vans on our way back to Selfoss. So there's that - gotta love that Iceland life. #iceland #vík #gameofthrones #gameofthronesfilminglocation #livingabroad #got #jonsnow #fangirl #hbogameofthrones A photo posted by caroline oxley (@varulfur.berserk) on Jan 20, 2017 at 1:59pm PST Eins og sjá má á myndinni virðist sem að tveir bátar hafi komið að landi og er það í samræmi við fregnir af því að mögulega kíkir Snow og félagar aftur norður fyrir Vegginn. Vitað er að aðrir leikarar eins og Liam Cunningham (Davos Seaworth), Joe Dempsie (Gendry), Rory McCann (Hundurinn) og Kristofer Hivju (Tormund Giantsbane) voru hér á landi. If Tormund had a car- this would be the one! A photo posted by Kristofer Hivju (@khivju) on Jan 22, 2017 at 6:48am PST Ísland hefur nokkrum sinnum áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros. Þá voru myndir frá Íslandi notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa Stöðvar 2 fór í heimsókn á tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011. Rætt er við handritshöfundana Dan B. Weiss og David Benioff, Chris Newman meðframleiðanda, Snorra Þórisson, eiganda Pegasus og fleiri. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikarar úr Game of Thrones eru sagðir hafa snúið aftur til Íslands fyrir tökur sem fóru fram í Reynisfjöru um helgina. Mynd náðist af leikaranum Kit Harrington á Íslandi á föstudagskvöldið. Tökur hafa þegar farið fram á Svínafellsjökli og við Jökulsárlón en margt virðist benda til þess að Ísland muni leika stórt hlutverk í næstu þáttaröð þáttanna geysivinsælu. Þó stóð til að tökunum myndi ljúka við enda síðustu viku.Sjá einnig: Myndir frá ferðamönnum gefa vísbendingar um stórt hlutverk Íslands í Game of Thrones (Mögulegur Spoiler)Harrington snúið aftur heim til sín í London í síðustu viku. Hann var hins vegar mættur aftur til Íslands á föstudaginn, samkvæmt Watchers on the Wall. Meðfylgjandi mynd var tekin hér í Reykjavík á föstudaginn. Konan sem tók hana segir Harrington hafa verið á sama hóteli og hún, en hann hafi farið af hótelinu eftir helgina. Þá birti Winter Is Coming myndir af tökum í Dyrhólafjöru nú um helgina. Fyrir neðan myndina verður fjallað um hvað tökurnar þýða mögulega. Þið vitið af því. While exploring around southern Iceland today with Tara, Lauren, & Jacob, we happened upon the Game of Thrones crew/cast filming scenes. After leaving and going to dinner in Vík, we randomly ran into the crew and cast vans on our way back to Selfoss. So there's that - gotta love that Iceland life. #iceland #vík #gameofthrones #gameofthronesfilminglocation #livingabroad #got #jonsnow #fangirl #hbogameofthrones A photo posted by caroline oxley (@varulfur.berserk) on Jan 20, 2017 at 1:59pm PST Eins og sjá má á myndinni virðist sem að tveir bátar hafi komið að landi og er það í samræmi við fregnir af því að mögulega kíkir Snow og félagar aftur norður fyrir Vegginn. Vitað er að aðrir leikarar eins og Liam Cunningham (Davos Seaworth), Joe Dempsie (Gendry), Rory McCann (Hundurinn) og Kristofer Hivju (Tormund Giantsbane) voru hér á landi. If Tormund had a car- this would be the one! A photo posted by Kristofer Hivju (@khivju) on Jan 22, 2017 at 6:48am PST Ísland hefur nokkrum sinnum áður verið notað til að tákna landið handan Veggjarins í Westeros. Þá voru myndir frá Íslandi notaðar í bakgrunna í sjöttu þáttaröð. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa Stöðvar 2 fór í heimsókn á tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011. Rætt er við handritshöfundana Dan B. Weiss og David Benioff, Chris Newman meðframleiðanda, Snorra Þórisson, eiganda Pegasus og fleiri.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira