Ecclestone rekinn eftir 40 ára starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 09:38 Bernie Ecclestone stýrði Formúlunni í 40 ár. vísir/getty Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017 Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017
Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30