Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 15:21 Sean Spicer verður væntanlega áberandi á næstu árum. Vísir/AFP Sean Spicer, nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump á föstudag. Framganga Spicer hefur orðið til þess að hann er orðinn að eins konar netstjörnu þar sem grínast er undir kassamerkjunum #SpicersFacts og #SeanSays.Spicer mun í embætti sínu sem fjölmiðlafulltrúi Trump vera mest áberandi talsmaður Bandaríkjastjórnar þar sem búist er við að hann standi fyrir daglegum, sjónvörpuðum blaðamannafundum. Spicer hefur þó áður sagst vilja breyta því hvernig samskiptum fjölmiðla og Hvíta hússins er háttað. Hefur hann sagt að Trump muni halda blaðamannafundi, en vilji nýta tæknina til að „eiga samtal við bandarísku þjóðanna, ekki bara gegnum fjölmiðla“. Regarding the dishonest media, to quote Melania Trump, "When they go low, we go high." Period #SeanSpicerFacts pic.twitter.com/MsZnEyPfom— Sean Spicer Facts (@SeanSpicerFacts) January 22, 2017 Áður tekist á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun Spicer er 45 ára gamall en er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að því að takast á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun. Hann starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC) og hefur lengi gagnrýnt með hvaða hætti fjölmiðlar hafa fjallað um flokkinn og sjálfan Trump. Á heimasíðu Repúblikanaflokksins segir að Spicer hafi tekið við embætti samskiptastjóra RNC þegar flokkurinn átti í fjárhagskröggum og óorði hafði verið komið á flokkinn. Í frétt BBC segir að Spicer sé að stórum hluta eignað að tekist hafi að snúa við gengi flokksins. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að stórefla veru flokksins á samfélagsmiðlum, bregðast hratt við árásum á flokkinn, koma upp öflugu sjónvarpsteymi, og fjölga aðilum sem geta komið fram fyrir hönd einstakra frambjóðenda til að verja þá.Hefur gagnrýnt Trump Spicer hefur þó áður ekki hikað við að gagnrýna Trump. Eftir að Trump gagnrýndi öldungadeildarþingmanninn John McCain og dró stöðu hans sem stríðshetju í efa, sagði Spicer að það væri ekki liðið innan flokksins eða innan Bandaríkjanna að fara niðrandi orðum um þá sem hafa þjónað Bandaríkjunum með sæmd. Þá sagði Spicer ummæli Trump frá í júní 2015 um að mexíkóskir innflytjendur væru nauðgarar og glæpamenn ekki vera „málstaðnum til framdráttar“. Áður en Spicer gekk til liðs við skrifstofu Repúblikanaflokksins var hann í starfsliði stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta þar sem hann vann að því að auka fríverslun sem núverandi forseti hefur einmitt gagnrýnt harðlega og segir bitna á bandaríkum verkamönnum. BBC segir frá því að Spicer hafi verið trúr Trump í kosningabaráttunni þegar margir frammámenn innan Repúblikanaflokksins vildu lítið með Trump hafa.Vísir/AFPNeytir tyggigúmmís í stórum stíl Spicer kveðst neyta tyggigúmmís í stórum stíl og hefur í viðtali við Washington Post sagst jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Eiginkona Spicer, Rebecca er samskiptastjóri hjá Samtökum bjórheildsala, en starfaði áður innan Bush-stjórnarinnar og sem fréttamaður í sjónvarpi. Hann hlaut meistaragráðu í þjóðöryggis- og herfræðum frá Naval War College í Newport árið 2012 og hefur verið lýst sem afar áköfum og kappgjörnum manni. Í grein Washington Post er haft eftir ritstjóra nokkrum að barn hans hafi ítrekað farið að gráta þegar það hafi heyrt rödd Spicer, eftir fjölmörg símtöl þar sem Spicer hefur skammast í ritstjóranum. Í frétt BBC er einnig sagt frá fyrirlestri sem Sean Spicer flutti árið 2014 í gagnfræðiskólanum í Rhode Island þar sem hann áður stundaði nám. Greindi hann frá sautján lífsreglum sem gott væri að hafa að leiðarljósi. Sextánda reglan var: „Farðu að ráðum mömmu: Þetta snýst ekki um hvað þú segir, heldur hvernig þú segir það. Tónn og taktur orðanna skipta máli.“ Punktur.#spicerfacts Tweets Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna. 22. janúar 2017 21:40 Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samtökin CREW segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. 23. janúar 2017 14:00 Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir útspil fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og Donalds Trumps vera athyglisvert. 22. janúar 2017 00:08 Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sean Spicer, nýr fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump á föstudag. Framganga Spicer hefur orðið til þess að hann er orðinn að eins konar netstjörnu þar sem grínast er undir kassamerkjunum #SpicersFacts og #SeanSays.Spicer mun í embætti sínu sem fjölmiðlafulltrúi Trump vera mest áberandi talsmaður Bandaríkjastjórnar þar sem búist er við að hann standi fyrir daglegum, sjónvörpuðum blaðamannafundum. Spicer hefur þó áður sagst vilja breyta því hvernig samskiptum fjölmiðla og Hvíta hússins er háttað. Hefur hann sagt að Trump muni halda blaðamannafundi, en vilji nýta tæknina til að „eiga samtal við bandarísku þjóðanna, ekki bara gegnum fjölmiðla“. Regarding the dishonest media, to quote Melania Trump, "When they go low, we go high." Period #SeanSpicerFacts pic.twitter.com/MsZnEyPfom— Sean Spicer Facts (@SeanSpicerFacts) January 22, 2017 Áður tekist á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun Spicer er 45 ára gamall en er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að því að takast á við neikvæða fjölmiðlaumfjöllun. Hann starfaði áður sem talsmaður og ráðgjafi stjórnar Repúblikanaflokksins (RNC) og hefur lengi gagnrýnt með hvaða hætti fjölmiðlar hafa fjallað um flokkinn og sjálfan Trump. Á heimasíðu Repúblikanaflokksins segir að Spicer hafi tekið við embætti samskiptastjóra RNC þegar flokkurinn átti í fjárhagskröggum og óorði hafði verið komið á flokkinn. Í frétt BBC segir að Spicer sé að stórum hluta eignað að tekist hafi að snúa við gengi flokksins. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að stórefla veru flokksins á samfélagsmiðlum, bregðast hratt við árásum á flokkinn, koma upp öflugu sjónvarpsteymi, og fjölga aðilum sem geta komið fram fyrir hönd einstakra frambjóðenda til að verja þá.Hefur gagnrýnt Trump Spicer hefur þó áður ekki hikað við að gagnrýna Trump. Eftir að Trump gagnrýndi öldungadeildarþingmanninn John McCain og dró stöðu hans sem stríðshetju í efa, sagði Spicer að það væri ekki liðið innan flokksins eða innan Bandaríkjanna að fara niðrandi orðum um þá sem hafa þjónað Bandaríkjunum með sæmd. Þá sagði Spicer ummæli Trump frá í júní 2015 um að mexíkóskir innflytjendur væru nauðgarar og glæpamenn ekki vera „málstaðnum til framdráttar“. Áður en Spicer gekk til liðs við skrifstofu Repúblikanaflokksins var hann í starfsliði stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta þar sem hann vann að því að auka fríverslun sem núverandi forseti hefur einmitt gagnrýnt harðlega og segir bitna á bandaríkum verkamönnum. BBC segir frá því að Spicer hafi verið trúr Trump í kosningabaráttunni þegar margir frammámenn innan Repúblikanaflokksins vildu lítið með Trump hafa.Vísir/AFPNeytir tyggigúmmís í stórum stíl Spicer kveðst neyta tyggigúmmís í stórum stíl og hefur í viðtali við Washington Post sagst jafnan klára tvo og hálfan pakka fyrir hádegi. Eiginkona Spicer, Rebecca er samskiptastjóri hjá Samtökum bjórheildsala, en starfaði áður innan Bush-stjórnarinnar og sem fréttamaður í sjónvarpi. Hann hlaut meistaragráðu í þjóðöryggis- og herfræðum frá Naval War College í Newport árið 2012 og hefur verið lýst sem afar áköfum og kappgjörnum manni. Í grein Washington Post er haft eftir ritstjóra nokkrum að barn hans hafi ítrekað farið að gráta þegar það hafi heyrt rödd Spicer, eftir fjölmörg símtöl þar sem Spicer hefur skammast í ritstjóranum. Í frétt BBC er einnig sagt frá fyrirlestri sem Sean Spicer flutti árið 2014 í gagnfræðiskólanum í Rhode Island þar sem hann áður stundaði nám. Greindi hann frá sautján lífsreglum sem gott væri að hafa að leiðarljósi. Sextánda reglan var: „Farðu að ráðum mömmu: Þetta snýst ekki um hvað þú segir, heldur hvernig þú segir það. Tónn og taktur orðanna skipta máli.“ Punktur.#spicerfacts Tweets
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna. 22. janúar 2017 21:40 Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samtökin CREW segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. 23. janúar 2017 14:00 Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir útspil fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og Donalds Trumps vera athyglisvert. 22. janúar 2017 00:08 Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Starfsfólk Hvíta hússins hyggst verja Trump með kjafti og klóm Starfsmannastjóri og fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins halda því báðir fram að fjölmiðlar stundi "ósanngjarnar árásir“ gagnvart Donald Trump en ráðgjafi Trump finnst mikilvægt að starfslið Hvíta hússins komi öðrum "mögulegum staðreyndum“ út í umræðuna. 22. janúar 2017 21:40
Segja Trump brjóta gegn stjórnarskránni og höfða mál Samtökin CREW segja hann brjóta gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að taka við peningum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum fyrirtæki sín. 23. janúar 2017 14:00
Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Fyrrverandi þingmaður Framsóknar segir útspil fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og Donalds Trumps vera athyglisvert. 22. janúar 2017 00:08
Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. 23. janúar 2017 11:54