Kári vill aðstoða lögreglu við greiningu lífsýna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. janúar 2017 10:35 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi, svo að ekki þurfi að bíða eftir niðurstöðum að utan. Til að mynda voru lífsýni sem fundust við rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur send til Svíþjóðar til greiningar. Kári telur ekki eðlilegt að svo sé gert miðað við þá þekkingu sem er til staðar á erfðagreiningu hér á landi. Rætt var við Kára í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst ef þú lest um þetta hræðilega mál, þennan harmdauða þessarar ungu konu, að íslenska lögreglan getur unnið mjög vel á svona augnablikum og vinnur mjög vel. Og alveg ljóst að hún hefur farið með þau lífsýni sem búið er að greina á þann máta sem við eigum að gera. Þau ná lífsýni úr bílnum og fengu svör til baka mjög hratt. Þau fengu svör að mér skilst frá rannsóknarstofu í Svíþjóð en sú spurning sem hefur vaknað í hugum margra og meðal annars hjá okkur niðri í Vatnsmýrinni, er hvort það væri ekki úr vegi að setja saman rannsóknarstofu fyrir íslensku lögregluna,“ segir Kári. „Það eru alls konar ástæður fyrir því að gera það hér sem eru ekki kannski til staðar annars staðar, vegna þess að við erum með svo gífurlega mikið innsæi inn í íslensk erfðamengi að við gætum mjög auðveldlega gert hluti sem ekki er hægt að gera annars staðar. Það er til staðar þekking, það er til staðar reynsla og það eru til staðar geysimikil gögn á Íslandi sem hægt væri að nýta lögreglunni til hagsbóta.“Kúnst að ná í lífsýni Kári segir vandasamt að ná í lífsýni svo hægt sé að greina úr þeim erfðaefni, en að hægt sé að sækja þá þekkingu. „Þegar verið er að vinna með lífsýni sem eru tekin annaðhvort af vettvangi glæps, eða einhvers staðar annars staðar, og reynt að ná upplýsingum um einstaklinginn þá er raunverulega tvenns konar vandi fyrir hendi. Annars vegar er vandinn í að ná í sýnið af vettvangi. Ná í sýnið úr klæðum af hverjum þeim stað sem sést merki um lífsýni. Það er töluverður vandi, það er töluverð kúnst. Það er list að ná því þannig að úr því fáist DNA sem hægt er að greina. Síðan er að aðgerðagreina eða raðgreina sýnið og loksins að setja þá upplýsingarnar sem út úr því koma í samhengi við það sem við vitum um íslenska þjóð,“ segir Kári. „Það síðara af þessu, að greina og setja upplýsingarnar i samhengi við aðrar upplýsingar, er nokkuð sem við kunnum betur en nokkur önnur stofnun í þessum heimi. Við höfum hins vegar ekki til staðar hjá okkur reynsluna eða þekkinguna sem þarf til að ná svona lífsýnum úr hinum ólíklegustu stöðum. En hana er hægt að sækja sér og það sem ég ætla, þegar um hægist hjá lögreglunni, að leggja til við hana, að við hjálpum þeim við að setja upp rannsóknarstofu sem þeir stjórni. Það er að segja ég held að íslenska lögreglan eigi að hafa þessa getu. Við erum reiðubúin til að leggja að mörkum tækin, þekkinguna, upplýsingarnar í hugbúnaðinn til að greina þetta og allt slíkt. Það er engin ástæða fyrir okkur til að vera ekki sjálfbær þegar kemur að því sem við erum best í í heiminum.“ Hann segir að slíkar rannsóknir á lífsýnum myndi spara tíma við rannsókn vegna þess að allt sem kæmi frá Íslandi hefði algeran forgang. „Eitt af því sem íslenska lögreglan gæti gert, ef hún hefðum svona rannsóknarstofu, ef hún fyndi lífssýni á vettvangi glæps og lífssýnið hefði verið skilið eftir af Íslendingi þá gæti hún komist að því hver hann er án þess að þurfa að bera það saman við nokkurn skapaðan hlut. Það er ekki hægt neins staðar annars staðar í heiminum.“Til þess að mega gera þetta þannig að hægt sé að leggja það fyrir dóm, þarf einhverja sérstaka vottun? „Ég veit ekki hvort það þarf einhverja sérstaka vottun en eitt er víst að það væri lítill vandi fyrir okkur að fá slíka vottun. Okkar rannsóknarstofa hefur leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í þó nokkuð langan tíma. Það vita allir hver við erum, hvað við höfum gert, hvað við höfum lagt að mörkum og við höfum fengið alls konar vottanir fyrir greiningar, rannsóknarstofur og svo framvegis. Þannig að ég held að það sé engin frágangssök.“ En ef að lögreglan kæmi til þín með lífsýni, gætuð þið gert þetta eins og staðan er í dag? Já já. Það getum við, það er enginn vandi. Það sem vantar á er að ganga úr skugga um að allir ferlar séu nákvæmlega eins og dómstólar gera kröfu til. Þannig að það þyrfti að setja saman mjög nákvæmar lýsingar á því hvernig farið er með svona lífssýni.Þú segir að þið hafið allt, hafið þið talað um þetta við lögregluna? „Já já, við höfum talað um þetta við lögregluna en við skulum orða það þannig að ekkert hefur komið út úr því og að vissu leyti er það skiljanlegt, vegna þess að við höfum nálgast lögregluna þegar hún hefur þurft á aðstoð að halda. En þetta er mál þar sem ekki er eðlilegt í sjálfu sér að þeir nýti sér okkar þjónustu fyrr en búið er að búa svo í haginn að þeir geti verið vissir um að allir ferlar séu skilgreindir á eðlilegan hátt. En eins og ég sagði að þegar um hægist þá ætla ég að setja saman tillögu og koma henni til ríkislögreglustjóra og annarra sem taka ákvarðanir í svona máli.“Harmurinn stendur upp úr Kári segist þó að hugur hans sé ekki fyrst og fremst við greiningu lífsýna, heldur sé hugur hans við fráfall Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin í gær. „Ég vil leggja áherslu á, af því að við sitjum hér núna og ræðum lífsýni og ástæðan fyrir því er sú að það kom upp í sambandi við þennan harmleik sem átti sér stað, að þetta er ekki það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um núna. Heldur bara þennan mikla harmleik, þennan mikla missi sem þessi fjölskylda varð fyrir. Og ekki bara fjölskylda þessarar stúlku vegna þess að á meðan þessari leit stóð þá var hún raunverulega dóttir okkar allra. Ég held það sé óhætt að segja að þjóðin hafi raunverulega ættleitt þessa stúlku og ég held að það skipti voða miklu máli fyrir okkur að hugsa um þetta, þennan harmleik frá því sjónarhorni og nota okkur þennan, þessa hræðilegu reynslu til að byrja einhvers konar átak til að hlúa að unga fólkinu í okkar samfélagi.“ Hann segist þó ekki viss um hvernig sé hægt að hlúa að ungu fólki en að eitt sé víst að illska og grimmd hafi hellt sér yfir Birnu. „Við skulum orða það þannig að það hvílir þyngra á hjartanu heldur en hausnum. Ég finn hjá mér mjög mikla löngun til að finna einhverja leið til að við getum minnkað líkurnar á því að hlutir af þessari gerð eiga sér stað. Að vísu ber þess að geta að það sem gerðist þarna var ósköp einfaldlega að mikil illska og grimmd hellti sér yfir þessa stúlku. Það var ekki það að hún hafi gert eitthvað sem við höfum ekki öll gert, við höfum öll verið á röngum stað í vitlausu ástandi. Oft og mörgum sinnum, það er hluti af því að vera manneskja. En þarna hellist yfir þessa óhamingjusömu, óheppnu stúlku alveg hræðileg grimmd. Það svona stendur upp úr. Þessar hugsanir, þessar spekúlasjónir um lífssýni eru hversdagsmál. Harmleikurinn er það sem upp úr stendur.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, hyggst leggja fram tillögu þess efnis að heimilt verði að greina lífsýni í sakamálum hér á landi, svo að ekki þurfi að bíða eftir niðurstöðum að utan. Til að mynda voru lífsýni sem fundust við rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur send til Svíþjóðar til greiningar. Kári telur ekki eðlilegt að svo sé gert miðað við þá þekkingu sem er til staðar á erfðagreiningu hér á landi. Rætt var við Kára í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst ef þú lest um þetta hræðilega mál, þennan harmdauða þessarar ungu konu, að íslenska lögreglan getur unnið mjög vel á svona augnablikum og vinnur mjög vel. Og alveg ljóst að hún hefur farið með þau lífsýni sem búið er að greina á þann máta sem við eigum að gera. Þau ná lífsýni úr bílnum og fengu svör til baka mjög hratt. Þau fengu svör að mér skilst frá rannsóknarstofu í Svíþjóð en sú spurning sem hefur vaknað í hugum margra og meðal annars hjá okkur niðri í Vatnsmýrinni, er hvort það væri ekki úr vegi að setja saman rannsóknarstofu fyrir íslensku lögregluna,“ segir Kári. „Það eru alls konar ástæður fyrir því að gera það hér sem eru ekki kannski til staðar annars staðar, vegna þess að við erum með svo gífurlega mikið innsæi inn í íslensk erfðamengi að við gætum mjög auðveldlega gert hluti sem ekki er hægt að gera annars staðar. Það er til staðar þekking, það er til staðar reynsla og það eru til staðar geysimikil gögn á Íslandi sem hægt væri að nýta lögreglunni til hagsbóta.“Kúnst að ná í lífsýni Kári segir vandasamt að ná í lífsýni svo hægt sé að greina úr þeim erfðaefni, en að hægt sé að sækja þá þekkingu. „Þegar verið er að vinna með lífsýni sem eru tekin annaðhvort af vettvangi glæps, eða einhvers staðar annars staðar, og reynt að ná upplýsingum um einstaklinginn þá er raunverulega tvenns konar vandi fyrir hendi. Annars vegar er vandinn í að ná í sýnið af vettvangi. Ná í sýnið úr klæðum af hverjum þeim stað sem sést merki um lífsýni. Það er töluverður vandi, það er töluverð kúnst. Það er list að ná því þannig að úr því fáist DNA sem hægt er að greina. Síðan er að aðgerðagreina eða raðgreina sýnið og loksins að setja þá upplýsingarnar sem út úr því koma í samhengi við það sem við vitum um íslenska þjóð,“ segir Kári. „Það síðara af þessu, að greina og setja upplýsingarnar i samhengi við aðrar upplýsingar, er nokkuð sem við kunnum betur en nokkur önnur stofnun í þessum heimi. Við höfum hins vegar ekki til staðar hjá okkur reynsluna eða þekkinguna sem þarf til að ná svona lífsýnum úr hinum ólíklegustu stöðum. En hana er hægt að sækja sér og það sem ég ætla, þegar um hægist hjá lögreglunni, að leggja til við hana, að við hjálpum þeim við að setja upp rannsóknarstofu sem þeir stjórni. Það er að segja ég held að íslenska lögreglan eigi að hafa þessa getu. Við erum reiðubúin til að leggja að mörkum tækin, þekkinguna, upplýsingarnar í hugbúnaðinn til að greina þetta og allt slíkt. Það er engin ástæða fyrir okkur til að vera ekki sjálfbær þegar kemur að því sem við erum best í í heiminum.“ Hann segir að slíkar rannsóknir á lífsýnum myndi spara tíma við rannsókn vegna þess að allt sem kæmi frá Íslandi hefði algeran forgang. „Eitt af því sem íslenska lögreglan gæti gert, ef hún hefðum svona rannsóknarstofu, ef hún fyndi lífssýni á vettvangi glæps og lífssýnið hefði verið skilið eftir af Íslendingi þá gæti hún komist að því hver hann er án þess að þurfa að bera það saman við nokkurn skapaðan hlut. Það er ekki hægt neins staðar annars staðar í heiminum.“Til þess að mega gera þetta þannig að hægt sé að leggja það fyrir dóm, þarf einhverja sérstaka vottun? „Ég veit ekki hvort það þarf einhverja sérstaka vottun en eitt er víst að það væri lítill vandi fyrir okkur að fá slíka vottun. Okkar rannsóknarstofa hefur leitt heiminn á sviði mannerfðafræði í þó nokkuð langan tíma. Það vita allir hver við erum, hvað við höfum gert, hvað við höfum lagt að mörkum og við höfum fengið alls konar vottanir fyrir greiningar, rannsóknarstofur og svo framvegis. Þannig að ég held að það sé engin frágangssök.“ En ef að lögreglan kæmi til þín með lífsýni, gætuð þið gert þetta eins og staðan er í dag? Já já. Það getum við, það er enginn vandi. Það sem vantar á er að ganga úr skugga um að allir ferlar séu nákvæmlega eins og dómstólar gera kröfu til. Þannig að það þyrfti að setja saman mjög nákvæmar lýsingar á því hvernig farið er með svona lífssýni.Þú segir að þið hafið allt, hafið þið talað um þetta við lögregluna? „Já já, við höfum talað um þetta við lögregluna en við skulum orða það þannig að ekkert hefur komið út úr því og að vissu leyti er það skiljanlegt, vegna þess að við höfum nálgast lögregluna þegar hún hefur þurft á aðstoð að halda. En þetta er mál þar sem ekki er eðlilegt í sjálfu sér að þeir nýti sér okkar þjónustu fyrr en búið er að búa svo í haginn að þeir geti verið vissir um að allir ferlar séu skilgreindir á eðlilegan hátt. En eins og ég sagði að þegar um hægist þá ætla ég að setja saman tillögu og koma henni til ríkislögreglustjóra og annarra sem taka ákvarðanir í svona máli.“Harmurinn stendur upp úr Kári segist þó að hugur hans sé ekki fyrst og fremst við greiningu lífsýna, heldur sé hugur hans við fráfall Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin í gær. „Ég vil leggja áherslu á, af því að við sitjum hér núna og ræðum lífsýni og ástæðan fyrir því er sú að það kom upp í sambandi við þennan harmleik sem átti sér stað, að þetta er ekki það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um núna. Heldur bara þennan mikla harmleik, þennan mikla missi sem þessi fjölskylda varð fyrir. Og ekki bara fjölskylda þessarar stúlku vegna þess að á meðan þessari leit stóð þá var hún raunverulega dóttir okkar allra. Ég held það sé óhætt að segja að þjóðin hafi raunverulega ættleitt þessa stúlku og ég held að það skipti voða miklu máli fyrir okkur að hugsa um þetta, þennan harmleik frá því sjónarhorni og nota okkur þennan, þessa hræðilegu reynslu til að byrja einhvers konar átak til að hlúa að unga fólkinu í okkar samfélagi.“ Hann segist þó ekki viss um hvernig sé hægt að hlúa að ungu fólki en að eitt sé víst að illska og grimmd hafi hellt sér yfir Birnu. „Við skulum orða það þannig að það hvílir þyngra á hjartanu heldur en hausnum. Ég finn hjá mér mjög mikla löngun til að finna einhverja leið til að við getum minnkað líkurnar á því að hlutir af þessari gerð eiga sér stað. Að vísu ber þess að geta að það sem gerðist þarna var ósköp einfaldlega að mikil illska og grimmd hellti sér yfir þessa stúlku. Það var ekki það að hún hafi gert eitthvað sem við höfum ekki öll gert, við höfum öll verið á röngum stað í vitlausu ástandi. Oft og mörgum sinnum, það er hluti af því að vera manneskja. En þarna hellist yfir þessa óhamingjusömu, óheppnu stúlku alveg hræðileg grimmd. Það svona stendur upp úr. Þessar hugsanir, þessar spekúlasjónir um lífssýni eru hversdagsmál. Harmleikurinn er það sem upp úr stendur.“Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Lífsýni úr rauða Kia Rio-bílnum voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur 22. janúar 2017 11:45
Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56
Lífsýnin tekin af klæðnaði og úr bifreiðinni Klæðnaðurinn var um borð í togaranum Polar Nanoq. 20. janúar 2017 23:53
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent