Þetta eru ofboðslega flottir drengir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. janúar 2017 06:30 Geir segir mönnum til á hliðarlínunni. vísir/getty Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“ HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var svekktur en yfirvegaður eftir að íslenska landsliðið lauk keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn Frökkum fyrir framan 28 þúsund áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá að taka þátt í þessum leik. „Það er alltaf sama tilfinningin eftir tapleik. Þá er maður svekktur. Maður fer strax að hugsa um þennan litla kafla í upphafi seinni hálfleiks. Af hverju, því ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleikinn. Það er verið að dæma á okkur hluti sem mér finnst ekki vera réttir. Eins og skrefin á Óla Guðmunds. Þetta er líka það öflugt og gott lið að okkur er refsað um leið,“ segir Geir en hann var þó ánægður með viðhorf sinna manna eins og nokkrum sinnum áður á þessu móti. „Við hættum aldrei sem var jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur um tíma að menn hefðu misst trú á verkefninu og því sem við vorum að gera. Við náðum að gíra okkur aftur inn og komum mjög flottir í lokakaflann. Ég taldi að við hefðum getað labbað í burtu með 2-3 marka tap. Það var fullt af jákvæðu. Ég hamraði mikið á því að menn myndu skilja allt eftir á gólfinu. Ekki sjá eftir neinu er menn löbbuðu af þessum frábæra velli. Ég er stoltur af drengjunum, stoltur af viljanum og stoltur af frammistöðunni.“ Geir lagði upp með margt á þessu móti. Meðal annars að breikka hópinn og gefa yngri, sem og reynsluminni mönnum tækifæri. Leyfa þeim að spila og gera sín mistök. Það sé nauðsynlegt til þess að þeir verði betri. „Okkur hefur tekist að breikka hópinn og fjölga leikmönnum í landsliðinu. Menn sem voru í minni hlutverkum eru farnir að stíga upp og ég tala ekki um alla þá sem hafa aldrei farið á stórmót. Þetta var kærkomið. Ég fékk fullt af svörum líka í þessu móti,“ segir Geir en hann var ekki alveg viss um að hann fengi öll þessi svör eftir undirbúningsleikina í Danmörku. „Þá voru sumir hlutir ekki 100 prósent og við vorum ekki vissir um að sumir hlutir myndu smella sem gerðu það. Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með varnarleikinn heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina að við höfum byggt upp virkilega massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei leyft sér að slaka á. Markmiðið var að leggja inn fyrir framtíðinni og það hefur verið flottur stígandi. Við eigum kafla í hverjum einasta leik sem hefur kostað okkur eitthvað en það er fórnarkostnaðurinn. Hlutirnir koma með reynslunni.“ Það er ekki bara að Geir sé búinn að stækka hópinn heldur á liðið inni einn besta handboltamann heims í Aroni Pálmarssyni. „Það skemmir auðvitað ekki fyrir. Samt sem áður held ég að margir hafi stigið meira upp af því að Aron var ekki með okkur. Það þjappaði hópnum saman. Á sama tíma og við söknuðum hans var það áskorun fyrir drengina að spila án hans. Það skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“ segir Geir en hann ætlar að halda áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn á framtíðina. „Það má líka koma fram að andinn í þessari ferð hefur verið einstakur. Þetta eru ofboðslega flottir drengir og það eru forréttindi að fá að vinna með þeim.“
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira