Mikið menntaðir Íslendingar eignast færri börn Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2017 18:05 Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Einstaklingar með mikla menntun eignast færri börn en þeir sem hafa ekki menntað sig samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar. Þeir sem mælast hátt í eiginleikum til að mennta sig mikið en hafa engu að síður litla menntun eiga líka færri börn en þeir sem mælast lágt. Í rannsókninni skoðuðu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hvernig arfgeng tilhneiging manna til að sækja sér menntun hefur breyst á nokkrum áratugum. Skoðað var erfðamengi 129.808 Íslendinga sem voru á lífi á árunum 1910-1990. „Það sem við sýndum fram í íslensku samfélagi, sem menn hafa vitað lengi, er að fólk sem hefur mikla menntun á að meðaltali færri börn heldur en fólk sem er með litla menntun. Það á rætur sínar að mestu leyti í því að þeir sem eru með mikla menntun fresta því að eignast sitt fyrsta barn,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining tók alla breytanleika í erfðamengingu sem hefur áhrif á þá menntun sem fólk sækir sér og búið var til mælitæki. Þeir sem mældust hátt í mælingu hafa mikla tilhneigingu til að sækja sér menntun. Þeir sem mældust lágt hafa litla tilhneigingu til þess. „Við sýndum fram á að þessir breytileikar sem tengjast mikilli menntun eru að verða fágætari og fágætari í íslenskum erfðamengjum. Það sem er áhugavert er að ef þú tekur þá sem mælast hátt en hafa engu að síður litla menntun, þeir eiga færri börn en þeir sem mælast lágt,“ segir Kári. Hann segir að þannig sé það ekki menntunin sem slík sem kemur í veg fyrir að menn eignist börn heldur þessi arfgenga tilhneiging. Hafa verði í huga að þegar rætt sé um jákvætt val og neikvætt val á eiginleikum þá þýði það að þeir sem hafi þennan eiginleika hafi fleiri börn sem komist á legg og eignist síðan sjálfir börn. Kári segir að Íslendingar séu prýðilegt dýramódel fyrir manneskjuna og hann segist sannfærður um að niðurstöðurnar gildi um allar þjóðir Evrópu, ef ekki allar þjóðir heims. ÍE hyggst fylgja niðurstöðunum eftir með frekari rannsóknum.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira