Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 14:45 Polar Nanoq við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í dag. vísir/vilhelm „Þetta er bara hugmynd sem kviknaði í þeim tilgangi að reyna að kortleggja enn og betur ferðir þessa rauða bíls,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, aðspurður um hvers vegna lögreglan hefur óskað eftir aðstoð ökumanna sem kunna að búa yfir myndefni sem kanna að sýna rauðan bíl af gerðinni Kia Rio. Vitað er að fjöldi bíla er búinn myndavélabúnaði en athygli vekur að lögreglan biður aðeins um myndefni sem tekið er upp laugardagsmorguninn 14. janúar á milli klukkan 7 og 11:30. Þá biðlar lögreglan jafnframt til ökumanna sem hafa verið á ferð á mjög stóru svæði, það er á Reykjanesi, Suðurlandi, að Selfossi og Vesturlandi, upp í Borgarfjörð.Vantar upplýsingar um ferðir bílsins Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og hefur ekkert til hennar spurst síðan.Þessar tímasetningar eru nýjar málinu, milli 7 og 11:30, er bíllinn þá ekki á hafnarsvæðinu á þessum tíma? „Nei, hann er ekki á hafnarsvæðinu á þessum tíma,“ segir Grímur. Aðspurður hvort bíllinn sjáist þá koma aftur á hafnarsvæðið klukkan 11:30 segir hann: „Ég vil fara varlega í það að fara mikið í það hvar við sjáum bílinn en þetta er eitthvað sem okkur vantar, okkur vantar ferðir hans á þessum tíma.“Mögulegt að bílnum hafi verið ekið út úr bænum Grímur segir það alveg mögulegt að bílnum hafi verið ekið út úr bænum. „Þannig að það skiptir líka máli að það er ekki bara verið að óska eftir aðstoð frá fólki í Reykjavík og Hafnarfirði.“ Að sögn Gríms er búið að kortleggja ferðir bílsins á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að hann er við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti þar sem hann hverfur úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Talið er að honum sé síðan ekið inn á Sæbraut og þaðan áfram Reykjanesbraut en þetta er byggt á farsímagögnum. Þá er talið að bíllinn hafi verið við Flatahraun klukkan 05:50 þegar sími Birnu kemur inn á mastur þar og svo við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar þar sem rauður bíll næst á mynd klukkan 05:53. Lögregluna grunar að það sé sami bíllinn og leggur af stað frá Laugavegi. Um klukkan 06:10 kemur bíllinn svo inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn.Hinir grunuðu á þrítugsaldri Annar maðurinn var yfirheyrður í morgun og hinn verður yfirheyrður núna eftir hádegi. Aðspurður hvernig yfirheyrslur hafi gengið í morgun segir Grímur þær hafa gengið ágætlega en hann geti ekki tjáð sig um það sem þar hafi komið fram. Þó liggur fyrir að mennirnir neita enn sök. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og hafa ekki komið við sögu lögreglu áður hér á landi en verið er að afla upplýsinga um hvort þeir eigi einhvern sakaferil að baki annars staðar. Þeir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan fór fram á fjögurra vikna varðhald. Ekki liggur fyrir dómur Hæstaréttar varðandi gæsluvarðhaldið en lögreglan kærði úrskurð héraðsdóms þangað. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
„Þetta er bara hugmynd sem kviknaði í þeim tilgangi að reyna að kortleggja enn og betur ferðir þessa rauða bíls,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, aðspurður um hvers vegna lögreglan hefur óskað eftir aðstoð ökumanna sem kunna að búa yfir myndefni sem kanna að sýna rauðan bíl af gerðinni Kia Rio. Vitað er að fjöldi bíla er búinn myndavélabúnaði en athygli vekur að lögreglan biður aðeins um myndefni sem tekið er upp laugardagsmorguninn 14. janúar á milli klukkan 7 og 11:30. Þá biðlar lögreglan jafnframt til ökumanna sem hafa verið á ferð á mjög stóru svæði, það er á Reykjanesi, Suðurlandi, að Selfossi og Vesturlandi, upp í Borgarfjörð.Vantar upplýsingar um ferðir bílsins Birna sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 og hefur ekkert til hennar spurst síðan.Þessar tímasetningar eru nýjar málinu, milli 7 og 11:30, er bíllinn þá ekki á hafnarsvæðinu á þessum tíma? „Nei, hann er ekki á hafnarsvæðinu á þessum tíma,“ segir Grímur. Aðspurður hvort bíllinn sjáist þá koma aftur á hafnarsvæðið klukkan 11:30 segir hann: „Ég vil fara varlega í það að fara mikið í það hvar við sjáum bílinn en þetta er eitthvað sem okkur vantar, okkur vantar ferðir hans á þessum tíma.“Mögulegt að bílnum hafi verið ekið út úr bænum Grímur segir það alveg mögulegt að bílnum hafi verið ekið út úr bænum. „Þannig að það skiptir líka máli að það er ekki bara verið að óska eftir aðstoð frá fólki í Reykjavík og Hafnarfirði.“ Að sögn Gríms er búið að kortleggja ferðir bílsins á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að hann er við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Honum er síðan ekið niður Ingólfsstræti þar sem hann hverfur úr myndavélum norðan Hverfisgötu. Talið er að honum sé síðan ekið inn á Sæbraut og þaðan áfram Reykjanesbraut en þetta er byggt á farsímagögnum. Þá er talið að bíllinn hafi verið við Flatahraun klukkan 05:50 þegar sími Birnu kemur inn á mastur þar og svo við áhaldahús Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar þar sem rauður bíll næst á mynd klukkan 05:53. Lögregluna grunar að það sé sami bíllinn og leggur af stað frá Laugavegi. Um klukkan 06:10 kemur bíllinn svo inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn.Hinir grunuðu á þrítugsaldri Annar maðurinn var yfirheyrður í morgun og hinn verður yfirheyrður núna eftir hádegi. Aðspurður hvernig yfirheyrslur hafi gengið í morgun segir Grímur þær hafa gengið ágætlega en hann geti ekki tjáð sig um það sem þar hafi komið fram. Þó liggur fyrir að mennirnir neita enn sök. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og hafa ekki komið við sögu lögreglu áður hér á landi en verið er að afla upplýsinga um hvort þeir eigi einhvern sakaferil að baki annars staðar. Þeir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald en lögreglan fór fram á fjögurra vikna varðhald. Ekki liggur fyrir dómur Hæstaréttar varðandi gæsluvarðhaldið en lögreglan kærði úrskurð héraðsdóms þangað.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45