Gujo byggir upp grænlenska þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2017 21:30 Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo. Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. Sjálfur vinnur hann nú að því að koma á fót skóla fyrir fólk sem glímir við margskyns félagsleg vandamál. Í fréttum Stöðvar 2 var Kofoeds-skólinn í Nuuk heimsóttur og rætt við Guðmund Þorsteinsson verkefnisstjóra en á Grænlandi er hann aldrei kallaður annað en Gujo. Kofoeds-skólinn á sér 90 ára sögu frá Danmörku en fyrir ári tók Gujo að sér þriggja ára verkefni að koma einum slíkum á fót á Grænlandi. Hann segir þetta skóla lífsins. „Það er fyrir fólk sem er með ýmis félagsleg vandamál, misnotkun á áfengi og þannig, og einnig heimilislaust fólk og atvinnulaust. Það kemur enginn hingað nema hafa þörf á því,“ segir Gujo. Áður hafði hann sett á stofn athvarf fyrir grænlenska unglinga að fyrirmynd Fjölsmiðjunnar á Íslandi, þjálfað grænlensk handboltalið og komið á fót samskiptum íþróttamanna á Grænlandi og Íslandi.Dagurinn í Kofoeds-skóla hefst á söng, eins og heyra má í spilaranum hér að ofan.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í Koefoeds-skóla eru verkstæði og saumastofur, þar sem fólki býðst að fást við það sem það helst kýs. „Grænlendingar eru miklir listamenn. Það er bara í öllu. Þeir eru söngelskir, miklir músikantar, duglegir í að skera út í bein, í perlusaum og smíðum, - og eiginlega allt sem liggur beint fyrir, - það er bara að koma þeim í gang.“ Gujo segir að ástin hafi leitt sig til Grænlands fyrir 46 árum. Eiginkona hans er Benedikta Thorsteinsson, fyrrverandi ráðherra, og þau eiga fjögur uppkomin börn. Hann dregur engan dul á það að á félagslega sviðinu séu verkefnin stór á Grænlandi. „Mig minnir það sem krakki að við höfum nú sjálf haft uppbyggingarvandamál, á fimmta, sjötta og alveg fram á sjöunda áratuginn, þar sem við vorum að eyða út fátæktinni og drykkjunni og hinum ýmsu vandamálum. Þannig að það tekur tíma að byggja upp þjóð. Og það hefur haft áhrif að vera undir vilja annarra."Vinnustofur af ýmsu tagi eru í skólanum þar sem fólk fæst við þau verkefni sem það helst kýs.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það taka allir þátt í þessu núna að byggja upp. Það tekur tíma. Og þessu fylgir og hafa fylgt félagsleg vandamál. En ég held að við eigum að taka þátt í uppbyggingunni,“ segir Gujo.
Tengdar fréttir Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30 Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45 Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Þetta mun styrkja tenginguna á milli Íslands og Grænlands Forsvarsmenn Íslendingafélagsins í Nuuk telja að mál Birnu Brjánsdóttur verði til að styrkja tengslin milli Íslendinga og Grænlendinga. 29. janúar 2017 21:30
Hafa áhyggjur af ímynd og orðspori Grænlendinga Grænlendingar óttast að fréttir undanfarnar vikur bæti ekki úr skák. 29. janúar 2017 13:45
Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. 28. janúar 2017 20:00
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15