Fordæmi fyrir því að fólk sitji á þingi og í sveitarstjórn Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. janúar 2017 17:00 Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Borið hefur á umræðu í fjölmiðlum undanfarna dag um þingmenn sem sitja einnig í sveitarstjórnum. Greint hefur verið frá því að Theodóra Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar, ætli að gegna áfram embætti bæjarfulltrúa í Kópavogi samhliða þingmennsku en hún muni þá segja sig úr nefndum bæjarins og stjórn ISAVIA.Sjá einnig: Svarar gagnrýni um tvöföld laun: „Þetta eru semsagt ekki laun mín til framtíðar.“ Nokkrir aðrir þingmenn sátu einnig í sveitarstjórnum þegar þeir voru kjörnir á þing. Má þar meðal annars nefna Bryndísi Haraldsdóttur og Njál Trausta Friðbertsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar. Njáll og Logi í bæjarstjórn Akureyrar og Bryndís situr í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Njáll og Logi sögðu sig þó úr bæjarstjórn fyrir áramót.Njáll Trausti Friðbertsson og Logi Einarsson sögðu sig báðir úr bæjarstjórn Akureyrar fyrir áramót.Mynd/samsettEva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að það þekkist að þingmenn hafi gegnt hlutverki í sveitarstjórn samhliða þingmennsku. „Það er í sjálfu sér ekkert sem bannar sveitarstjórnarfulltrúa að sitja á þingi og í raun og veru er það sæmilega þekkt í sögunni að fólk hafi gert þetta,“ segir Eva. Sem dæmi má nefna sat Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um tíma í bæjarstjórn Grindarvíkur á síðasta kjörtímabili. Þá sátu fyrrverandi þingmennirnir Gunnar I. Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson allir í bæjarstjórn Kópavogs á sama tíma og þeir gegndu þingmennsku.Aukið álag með nýjum verkefnum á sveitarstjórnarstigi „Hinsvegar hefur á síðustu misserum verið hávær umræða um aukið álag á sveitarstjórnarfólki og að það hafi of mikið að gera. Það er á grundvelli þessa sem að kannski vakna spurningar um það hvort að sá sem taki við þingmennski hafi hreinlega tíma til að sinna sveitarstjórnarmennsku sem skyldi,“ segir Eva. Hún segir viðfangsefnið ekki hafa verið rannsakað til hlítar en ýmislegt bend til meira álags á vettvangi sveitarstjórna.Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræði Háskóla Íslands.Mynd/Háskóli Íslands„Kannanir sem að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur framkvæmt sýna fram á það að álag á sveitarstjórnarfulltrúa sé að aukast, sérstaklega í stærri sveitarfélögunum. Ef þú ert til dæmis farinn að sinna formennsku í stærri nefndum eða takir að þér veigameiri embætti þá er það eiginlega orðið þannig að þú getir varla sinnt fullu starfi annarsstaðar,“ segir hún. Þá sé ávallt hætta fyrir hendi þegar að einstaklingur gegnir tveimur opinberum störfum fari hann að hafa eftirlit með sjálfum sér. „Það á í sjálfu sér við allar stöður hjá hinu opinbera. Um leið og þú ert farinn að sinna pólitískum störfum um leið og þú vinnur hjá hinu opinbera,“ segir Eva. „Þá skapast sú hætta að þú sért farinn að hafa eftirlit með sjálfum þér eða ert farinn að taka ákvarðanir sem varða þig sjálfan eða eitthvað slíkt.“ Þó séu snertifletir Alþingismanna og sveitastjórnarmanna í einstaka sveitarfélögum ekki mjög miklir. „Það sem löggjafaþingið tekur ákvörðun um varðar yfirleitt sveitarfélögin almennt en ekki einstaka sveitarfélög. Þannig að ég sé ekki að einhverjir alvarlegir hagsmunaárekstrar gætu komið upp nema í einhverjum algerum undantekningartilfellum.“ segir Eva.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira