Árásarmaðurinn í Quebec: Þekktur fyrir öfgar og þjóðernishyggju Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2017 10:51 Íbúar hafa lagt blómvendi við moskuna í Quebec. Vísir/AFP Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Fransk-kanadíski háskólaneminn Alexandre Bissonnette hefur verið ákærður fyrir sex morð og fimm morðtilraunir. Hann er sakaður um að hafa skotið á hóp manna í mosku í Qubec í Kanada á sunnudaginn. Minnst sex karlmenn létu lífið og 19 særðust. Fimm voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi og eru tveir af þeim enn í alvarlegu ástandi.Bissonnette var þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar varðandi þjóðernishyggju. Þá hafði hann verið duglegur við að lýsa yfir stuðningi sínum við Marie Le Pen í Frakklandi og Donald Trump í Bandaríkjunum á samfélagsmiðlum. Hann hafði einnig lýst yfir stuðningi sínum samtökin „Génération Nationale“ sem meðal annars setja sig alfarið gegn „fjölmenningu“ svokallaðri. Yfirvöld í Kanada líta á árásina sem hryðjuverk og verður Bissonnette mögulega ákærður fyrir hryðjuverk seinna meir. AP fréttaveitan segir frá því að Bissonette hafi verið þekktur á meðal aðila sem hafa eftirlit með öfgasamtökum í Quebec. Hann hafði þó ekki vakið athygli lögreglu áður.Sjá einnig: Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í KanadaSamkvæmt CBC í Kanada var Bissonnette að leigja íbúð með bróður sínum nærri moskunni sem hann réðst á. Nágrannar lýsa honum sem „lokuðum“. Hann var handtekinn um hálftíma eftir árásina, en hann hringdi í Neyðarlínuna til að gefa sig fram. Þá lagði hann bíl sínum í um fimm kílómetra fjarlægð frá moskunni og beið þar til lögregluþjónar handtóku hann. Annar maður var handtekinn skömmu eftir árásina, en honum var síðan sleppt. Hann hafði flúið undan vopnuðum lögregluþjónum þegar hann var handtekinn, en hann segist hafa hlaupið þar sem hann óttaðist að árásarmaðurinn hafði snúið aftur. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Donald Trump Tengdar fréttir Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16 Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. 30. janúar 2017 23:16
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14
Hryðjuverk gegn múslimum í Kanada Tveir menn myrtu sex og særðu á annan tug í skotárás á mosku í Quebec í fyrrakvöld. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, segir árásina vera hryðjuverk gegn múslimum. Í Bandaríkjunum hafa þrjár moskur brunnið á síðustu vikum. 31. janúar 2017 07:00