Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, heilsar einum Sýrlendinganna. vísir/Eyþór Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira
Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Sjá meira