Forsetinn tók á móti 22 flóttamönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, heilsar einum Sýrlendinganna. vísir/Eyþór Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Tekið var á móti fimm sýrlenskum fjölskyldum á Bessastöðum í gær. Fjölskyldurnar eru úr hópi flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hafa boðið að setjast að á Íslandi. Í hópnum eru níu fullorðnir og þrettán börn og munu fjölskyldurnar setjast að í Reykjavík og á Akureyri. Fjölskyldurnar höfðu áður verið í Beirút, höfuðborg Líbanons. Við komuna til Íslands sameinuðust fjölskyldur fjölskyldumeðlimum sem áður höfðu komið til Íslands og voru því miklir fagnaðarfundir. Hópurinn lenti á Keflavíkurflugvelli og fór þaðan með rútu til Bessastaða. Þegar á Bessastaði var komið tóku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og sonur þeirra, á móti hópnum með handabandi. Þegar inn á Bessastaði var komið ávörpuðu forseti, Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hópinn. Buðu þeir hópinn hjartanlega velkominn. „Kæru gestir, ég býð ykkur hjartanlega velkomna til Íslands. Þið þurftuð að flýja stríð og hörmungar heima fyrir. Ég vona að ykkur muni líða vel hér,“ sagði Guðni. Þá sagði forsetinn Íslendinga eina ekki geta bjargað heiminum. Öflugri ríki þurfi að stuðla að friði. „Við getum samt lagt okkar af mörkum. Boðið öruggt skjól. Bætt okkar samfélag með því að sýna í verki víðsýni, umburðarlyndi og mannúð,“ bætti forsetinn við. Þorsteinn sagði Íslendinga taka á móti fjölskyldunum með gleði og opnum faðmi. „Og sýnum með því í verki andúð okkar á þeim sem leggja stein í götu þeirra sem síst skyldi og loka fyrir því fólki landamærum,“ sagði hann enn fremur og vísaði þar til tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur valdið miklu fjaðrafoki. Eftir ávörp forseta, ráðherra og borgarstjóra var boðið upp á kremkex frá Fróni og voru fjölskyldurnar síðan leystar út með gjöfum áður en þær héldu aftur út í rútu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira