Innlent

Nafn mannsins sem lést í snjóflóði á Esjunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Snjóflóðið féll á laugardaginn.
Snjóflóðið féll á laugardaginn. Vísir
Maðurinn sem lést í snjóflóðinu í Esjunni á laugardag hét Birgir Pétursson. Birgir, sem var 25 ára, var frá Stykkishólmi, en búsettur í Reykjavík.

Snjóflóðið féll í Grafardal í um 600 metra hæð. Björgunarsveitir Landsbjargar af höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út og farið var með ýmiss konar tækjabúnað, leitarhunda, og vélsleða, svo fátt eitt sé nefnt. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til aðstoðar sem og lögreglan.

Eftir að maðurinn fannst var hann fluttur á sjúkrahús með þyrlunni. Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna kom á vettvang eftir að tilkynnt var um slysið, en þyrla og sjúkraflutningamenn voru einnig kölluð til aðstoðar.


Tengdar fréttir

Esjan hættulegri en marga grunar

6. mars árið 1979 fórust tveir ungir drengi í snjóflóði í gilinu vestan megin við Þverfellshorn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×