Innlent

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

Birgir Olgeirsson skrifar
Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.
Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014. Vísir
Þrír jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu á öðrum tímanum í dag. Bjarki Friis, náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir fyrsta skjálftann upp á 4,3 stig hafa mælst klukkan 13:47.

Eftir honum fylgdi annar skjálfti upp á 4,0 og svo þriðji skjálftinn upp á 2,3 en enn á eftir að yfirfara gögn til að sjá hvort einhverjar frekari jarðhræringar séu á svæðinu.

Að sögn Bjarka sjást engin merki um gosóróa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×