Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 10:48 Pétur Gunnlaugsson var allt annað en sáttur við ákæruna þegar hann fékk veður af henni. Hann varði sig sjálfur og nú hefur málinu verið vísað frá dómi. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu. Pétur var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs fyrir ummæli sín og hlustenda í þættinum Línan er laus. Þar voru til umræðu áform Hafnarfjarðarbæjar að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarsins. Samtökin ’78 kærðu ummælin til lögreglunnar en Pétur er einn nokkurra sem samtökin kærðu fyrir hatursorðræðu. Meðal annarra sem sæta ákæru er Moggabloggarinn og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson.RÚV greinir frá frávísun málsins og vísar í úrskurð Guðjóns St. Marteinssonar þar sem fram kemur að mörg ummælin sem vísað er til í ákærunni, og Vísir hefur greint frá, séu mjög almenns eðlis. Ákæran sé óglögg og erfitt að átta isg á hver af ummælunum eigi að teljast saknæm. Af þeim sökum eigi Pétur erfitt með að verjast sakargiftum.Varði sig sjálfur Þá sé verulegur galli á ákærunni að tilgreina ranglega heiti meints brots. Ákært sé fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs en ekkert slíkt sé tiltekið í þeirri grein almennra hegningarlaga sem vísað er til í ákærunni. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ríkið þarf að greiða málsvarnarlaun Péturs, 716 þúsund krónur, en Jón Steinar Gunnlaugsson varði Pétur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður að öllum líkindum aðgengilegur á vef dómsins síðar í dag. Tengdar fréttir Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í morgun frá dómi ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu. Pétur var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs fyrir ummæli sín og hlustenda í þættinum Línan er laus. Þar voru til umræðu áform Hafnarfjarðarbæjar að taka upp hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarsins. Samtökin ’78 kærðu ummælin til lögreglunnar en Pétur er einn nokkurra sem samtökin kærðu fyrir hatursorðræðu. Meðal annarra sem sæta ákæru er Moggabloggarinn og guðfræðingurinn Jón Valur Jensson.RÚV greinir frá frávísun málsins og vísar í úrskurð Guðjóns St. Marteinssonar þar sem fram kemur að mörg ummælin sem vísað er til í ákærunni, og Vísir hefur greint frá, séu mjög almenns eðlis. Ákæran sé óglögg og erfitt að átta isg á hver af ummælunum eigi að teljast saknæm. Af þeim sökum eigi Pétur erfitt með að verjast sakargiftum.Varði sig sjálfur Þá sé verulegur galli á ákærunni að tilgreina ranglega heiti meints brots. Ákært sé fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs en ekkert slíkt sé tiltekið í þeirri grein almennra hegningarlaga sem vísað er til í ákærunni. Í 233. grein almennra hegningarlaga stendur: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Ríkið þarf að greiða málsvarnarlaun Péturs, 716 þúsund krónur, en Jón Steinar Gunnlaugsson varði Pétur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur verður að öllum líkindum aðgengilegur á vef dómsins síðar í dag.
Tengdar fréttir Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00
Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17