Erlent

Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fólk kom saman við moskuna í gærkvöldi til að minnast þeirra sem létust.
Fólk kom saman við moskuna í gærkvöldi til að minnast þeirra sem létust. vísir/afp
Sex létust og átta eru særðir eftir að árás var gerð á mosku í kanadísku borginni Québec í gærkvöldi. Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna.

Lögreglan rannsakar málið sem hryðjuverkaárás og eru tveir í haldi. Þeir virðast hafa verið handteknir á staðnum og lögregla segir að aðrir séu ekki grunaðir í málinu. Að því er fram kemur á vef Guardian var annar árásarmaðurinn vopnaður AK-47-riffli.

Meira en 50 manns voru samankomnir í moskunni í gærkvöldi en hún gengur undir nafninu Granda Mosque de Québec. Lögreglan sagði á blaðamannafundi að þeir sem létust í árásinni hafi verið á aldrinum 35 til 70 ára.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×