Innlent

Hópuppsögn á Húsavík

Sveinn Arnarsson skrifar
Fyrirtækið hefur verið starfrækt lengi á Húsavík.
Fyrirtækið hefur verið starfrækt lengi á Húsavík. vísir/vilhelm
Reykfiskur, fyrirtæki í eigu Samherja, hefur sagt upp öllu starfsfólki á Húsavík og hættir 1. maí næstkomandi.

Um tuttugu starfsmenn vinna hjá Reykfiski á Húsavík og því er um nokkra blóðtöku að ræða fyrir bæjarfélagið.

Fyrirtækið sérhæfir sig í að reykja fisk og voru í fyrra framleidd um 700 tonn af reyktum flökum bæði á innanlandsmarkað og erlendis.

Fundur var haldinn með starfsfólki fyrir helgi og því tjáð að gengi krónunnar og markaðsmál erlendis hafi verið meginástæða þess að skellt verður í lás eftir rúma þrjá mánuði. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×