Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Laugavegur 31 er nú miðpunktur í rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. vísir/ernir „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkjuráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á Laugvegi 31 á sölu. „Það hefur lengi verið rætt um að selja þetta hús, aðallega til þess að komast í húsnæði sem hentaði betur starfseminni á biskupsstofu. Húsið er á mörgum hæðum og nýtist illa. Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt stórt anddyri þannig að nýtingin er ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.Svana Helen Björnsdóttir.Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna ekki hafa augastað á nýju húsnæði eða staðsetningu. „Við erum bara að athuga hvaða verð við gætum fengið fyrir húsið. Við höfum sett húsið á sölu en það er engin skuldbinding að selja. Við myndum gjarnan vilja komast í hentugra húsnæði og koma líka ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar undir það sama þak. “ Húseigninni var reyndar sýndur mikill áhugi áður en hún var sett á sölu. „Það koma í hverjum mánuði, nánast í hverri viku, aðilar sem sýna húsinu áhuga – ekki bara fasteignasalar heldur aðilar sem vilja hreinlega kaupa húsið undir ýmiss konar verslunar- og þjónustustarfsemi,“ svarar Svana. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú þegar hafa spurt um húsið. Sverrir líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkurapótek og Eimskipafélagshúsið en hann kom að sölu beggja þessara eigna á sínum tíma. „Þetta er eitt allra fallegasta húsið í miðborg Reykjavíkur og er ein af þessum gulleignum í bænum – þetta fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir Sverrir. Ekkert ásett verð er á húsinu og Svana segir mismunandi verð hafa verið boðið í eignina auk þess sem sumir hafi vilja kaupa hluta hússins eða þá taka það á leigu. „Við vitum ekki hvað er raunhæft í verði.“ Sverrir segir ekki hægt að áætla verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði á atvinnuhúsnæði í miðbænum. „En ef við tökum þetta hús þá er staðsetningin svo gríðarlega öflug. Þarna fara eflaust hundruð þúsunda útlendinga fram hjá á hverju ári. Við þekkjum sambærilega staði í miðborginni þar sem fermetraverð í götuhæð getur farið í allt að eina milljón króna,“ segir Sverrir. Miðað við þetta fer verðið á Laugavegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir króna. Húsið var byggt árið 1945 og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar hæðir og kjallari.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira