Innlent

Dæmdir fyrir líkamsárás hvor gegn öðrum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Líkamsárásin varð á Kaffi Kósý á Reyðarfirði í september 2013.
Líkamsárásin varð á Kaffi Kósý á Reyðarfirði í september 2013. Vísir/GVA
Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Austurlands í upphafi þessa mánaðar í átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás hvor gegn öðrum. Þá hlaut annar þeirra að auki dóm fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Mönnunum sinnaðist á Cafe Kósý á Reyðarfirði í febrúar í fyrra. Íslendingur kastaði bjórglasi í höfuð pólsks manns sem svaraði með hnefahöggi. Báðir meiddust. Fimm mánuðir refsingar Íslendingsins voru bundnir skilorði til þriggja ára.

Dómur pólska mannsins var ekki bundinn skilorði þar sem hann rauf skilorð. Hann var að auki dæmdur fyrir að krefja hinn sakborninginn og bróður hans um hálfa milljón króna ella myndu hann og félagar hans beita bræðurna ofbeldi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×