Innlent

Lögreglustjóri hættir störfum

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá Sauðárkróki.
Frá Sauðárkróki. vísir/pjetur
Páll Björnsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og mun nýr lögreglustjóri taka við af honum 1. apríl næstkomandi. Mikil ólga hefur verið innan lögregluliðsins upp á síðkastið með stjórnunarhætti Páls og íbúar á svæðinu hafa einnig kvartað undan staðsetningu lögreglumanna.

Fréttablaðið sagði frá því þann 25. október síðastliðinn að ólga væri innan lögregluliðsins en í upphafi októbermánaðar hafi lögreglumenn sent bréf til Páls þar sem krafist væri úrbóta og óskað eftir svörum lögreglustjóra.

Einnig hafa íbúar á svæðinu og sveitarstjórnir óskað svara um mönnun lögreglunnar og bent á að langan tíma hafi tekið fyrir lögreglumann á vakt að komast til Hvammstanga þegar bíll fór í höfnina með þeim afleiðingum að maður lét lífið.

Fréttin birtit fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns

Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum

Gera kröfu um lögreglustöð á Hvammstanga

Mikil óánægja er í Húnaþingi eftir að það tók lögreglu tvær klukkustundir að koma á Hvammstanga eftir að ökumaður fór í höfnina og drukknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×