Ekki sammála um hvers vegna gengið er til kosninga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2017 22:36 Sitt sýndist hverjum hver orsök stjórnarslitanna hefði verið. Skjáskot af RÚV Fulltrúar þeirra tólf stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þingkosninga eru hvorki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga né um hvað kosningarnar eigi að snúast. Fulltrúarnir mættu í beina útsendingu í kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins og ræddu um helstu stefnumálin nú, í aðdraganda þingkosninga.Efnahagsleg hagsæld skili sér til fólksins í landinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að staðan á Íslandi sé að mörgu leyti góð. „Efnahagslegir mælikvarðar vísa í góðar áttir, í eina átt í raun og veru en um leið er sú þversögn til staðar að það er ekki verið að takast á við þá nauðsynlegu uppbyggingu sem við ræddum svo mikið um fyrir ári. Nauðsynlega uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem var aðalmál kosninganna fyrir ári og nauðsynlega uppbyggingu í skólakerfinu.“ Katrín segir auk þess að það ríki ófremdarástand í húsnæðismálum. „Það þarf að takast á við það að hin efnahagslega hagsæld skili sér til fólksins í landinu,“ segir Katrín sem bætir við að kosningarnar snúist líka um breytt vinnubrögð. Skortur á gagnsæi og opnum vinnubrögðumÓttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra, telur að fulltrúar flokkanna væru staddir í sjónvarpssal í kosningabaráttu vegna þess að ríkisstjórnarsamstarfið hafi sprungið vegna skorts á gagnsæi og opnum vinnubrögðum og Óttar bætti við að þetta væri í fyrsta skipti sem mannréttindamál – en ekki efnahagsmál - hefði orðið þess valdandi að menn hafi ekki séð sér fært að halda áfram með samstarf. Óttar segir auk þess að nú ríki lýðræðishátíð þar sem málefnin séu aðalatriðið eins og í öllum kosningum fram að þessu.Kosningarnar snúist um traustSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir vanefnd loforð að umfjöllunarefni sínu. Hann segir að enn sé óleystur vandinn í heilbrigðismálum og að enn sé ungt fólk í húsnæðisvanda. Þörf sé á raunhæfum tillögum. Sigurður metur það svo að kosningarnar snúist auk þess um traust og að stjórnmálamenn axli meiri ábyrgð.Verði að halda trúnaðHanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar tekur undir með Sigurði Inga og segir kosningarnar snúast um traust. „Menn þurfa að þora að treysta. Menn þurfa að þora að vera með allt upp á borðum, menn þurfa að þora því að athafnir þeirra, það er að segja okkar stjórnmálamanna, séu sýnilegar, að það sé gagnsæi og þar ríki jafnrétti og að trúnaður sé haldinn.“ Þá segir Hanna auk þess að kosningarnar þurfi að snúast um áherslu á velferð og trausta efnahagsstjórn en bætir við að velferðina megi hvorki taka að láni né efna til hennar með skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki.Uppgjör við þann árangur sem hefur náðstBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi forsætisráðherra, segir að gengið sé til kosninga vegna þess að áhyggjur sínar af veikleika fráfarandi ríkisstjórnar hafi raungerst en einnig vegna þess að stjórnmálin virkuðu ekki. Þá telur hann að kosningarnar snúist um hvort almenningur vilji snúa af braut sem hefur verið mörkuð eður ei. Bjarni segir þrátt fyrir pólitískan óróleika hafi gengið nokkuð vel. „Og ef menn eru þeirrar skoðunar þá erum við í þessu núna og bjóðum fram til þessa kosninga til þess að vera áfram kjölfestan sem að fylgir eftir þeirri stefnu sem hefur skilað þessum árangri þannig að þetta er í rauninni uppgjör við þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum,“ segir Bjarni.Kosningarnar snúist um útlendingamálinGuðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, telur að kosningarnar snúist um öryrkja, aldraða og húsnæðismál. Hann segir brýnt að tryggja fólki öruggt skjól fyrir fjölskyldur sínar og vill hann byggja upp nýtt verkamannahverfi til þess. Þá telur hann auk þess að kosningarnar muni hverfast um „útlendingamálin“.Almenningur fái lifað með reisnInga Sæland, formaður Flokks fólksins segir að í sínum huga snúist kosningarnar um almenning í landinu. „Þær snúast um það að í rauninni virðist vera einhver ákveðinn villa á ferðinni sem áttar sig ekki á því að fjörutíu og fimm komma þrjú prósent allra þeirra sem gefa upp til skatts á Íslandi í dag eru með þrjú hundruð og tíu þúsund krónur í tekjur. Þetta snýst um börnin okkar. Kosningarnar snúast um mæður okkar og feður, afa okkar og ömmur. Þær snúast um það að við almenningur í landinu getum lifað hér með reisn og fengið að taka þátt í samfélaginu með öllum hinum,“ segir Inga.Skila þurfi árangrinum áfram til þeirra sem eigi hannSigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins, nýs afls í stjórnmálum telur kosningarnar vera óvænt tækifæri til þess að halda áfram þeirri vinnu sem var unnin á árunum 2013-2016. Hann vill ráðast í endurskipulagningu á fjármálakerfinu á Íslandi. Þá vill Sigmundur auk þess skila árangrinum áfram til þeirra sem eigi hann: „Almennings á Íslandi, eldri borgarana sem að eiga heilmikið inni hjá okkur hinum og líka þá sókn sem við höfðum boðað í byggðamálum þannig að Ísland fari allt að virka sem eitt land.“Uppgjör við úrelt kerfiÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, er ómyrk í máli þegar hún segir hér þurfi að eiga sér stað raunverulegt uppgjör. „Uppgjör við úrelt kerfi sem vinnur ekki í takt við réttlætiskennd almennings, uppgjör við freku karlana í pólitík sem alltaf ráða og ráðskast með aðra, uppgjör við valdafólk sem leynir almenningi upplýsingum til þess að vernda sína eigin hagsmuni og þann 28. október gefst okkur tækifæri til þess að gera raunverulegar breytingar.“Ráðast þurfi í umfangsmikla félagsvæðinguÞorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir kosningarnar snúast um uppgjör við „þá þrálátu stefnu einkavæðingar og markaðshyggju sem hefur ríkt hérna um langt árabil óháð því hverjir hafa verið í stjórn.“ Hann telur brýnt að ráðast í umfangsmikla félagsvæðingu á fjármálakerfinu og innviðum samfélagsins til þess að „afrakstur af vinnu fólksins í landinu nýtist fyrir uppbyggingu samfélagsins en ekki bara gróðasöfnun æ smærri hóps auðmanna.“Ríkisstjórnin hafi fallið á heiðarleika, trausti og virðinguLogi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að síðustu tvö ár hafi ríkisstjórnin fallið á því að byggja á heiðarleika, trausti og virðingu. Hann segir að brýnt sé að byggja upp samfélag sem búi að sterku heilbrigðiskerfi, samfélag með félagslegu réttlæti þar sem hugað er að öldruðum og öryrkjum. Þá segir hann að leggja þurfi áherslu á menntun, rannsóknir og nýsköpun. „Það er eina leiðin til þess að við getum byggt upp stofn sem er nógu sterkur til þess að standa undir velferð í landinu,“ segir Logi.Skortur á heildstæðri stefnuPálmey Gísladóttir, formaður Dögunar segir að stjórnin hafi sprungið vegna skorts á heildstæðri stefnu, heiðarleika, upplýsingagjöf og virðingu fyrir almenningi í landinu. „Okkur er boðið upp á ótrúlegustu hluti hér og við eigum bara að kokgleypa það.“ Pálmey segir að þjóðin standi frammi fyrir hverju áfallinu á fætur öðru og að enn standi heilbrigðiskerfið höllum fæti. Gengið verður til kosninga 28. október.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Fulltrúar þeirra tólf stjórnmálaflokka sem bjóða fram til þingkosninga eru hvorki á einu máli um það hvers vegna gengið er til kosninga né um hvað kosningarnar eigi að snúast. Fulltrúarnir mættu í beina útsendingu í kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins og ræddu um helstu stefnumálin nú, í aðdraganda þingkosninga.Efnahagsleg hagsæld skili sér til fólksins í landinuKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir að staðan á Íslandi sé að mörgu leyti góð. „Efnahagslegir mælikvarðar vísa í góðar áttir, í eina átt í raun og veru en um leið er sú þversögn til staðar að það er ekki verið að takast á við þá nauðsynlegu uppbyggingu sem við ræddum svo mikið um fyrir ári. Nauðsynlega uppbyggingu heilbrigðiskerfisins sem var aðalmál kosninganna fyrir ári og nauðsynlega uppbyggingu í skólakerfinu.“ Katrín segir auk þess að það ríki ófremdarástand í húsnæðismálum. „Það þarf að takast á við það að hin efnahagslega hagsæld skili sér til fólksins í landinu,“ segir Katrín sem bætir við að kosningarnar snúist líka um breytt vinnubrögð. Skortur á gagnsæi og opnum vinnubrögðumÓttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra, telur að fulltrúar flokkanna væru staddir í sjónvarpssal í kosningabaráttu vegna þess að ríkisstjórnarsamstarfið hafi sprungið vegna skorts á gagnsæi og opnum vinnubrögðum og Óttar bætti við að þetta væri í fyrsta skipti sem mannréttindamál – en ekki efnahagsmál - hefði orðið þess valdandi að menn hafi ekki séð sér fært að halda áfram með samstarf. Óttar segir auk þess að nú ríki lýðræðishátíð þar sem málefnin séu aðalatriðið eins og í öllum kosningum fram að þessu.Kosningarnar snúist um traustSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir vanefnd loforð að umfjöllunarefni sínu. Hann segir að enn sé óleystur vandinn í heilbrigðismálum og að enn sé ungt fólk í húsnæðisvanda. Þörf sé á raunhæfum tillögum. Sigurður metur það svo að kosningarnar snúist auk þess um traust og að stjórnmálamenn axli meiri ábyrgð.Verði að halda trúnaðHanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar tekur undir með Sigurði Inga og segir kosningarnar snúast um traust. „Menn þurfa að þora að treysta. Menn þurfa að þora að vera með allt upp á borðum, menn þurfa að þora því að athafnir þeirra, það er að segja okkar stjórnmálamanna, séu sýnilegar, að það sé gagnsæi og þar ríki jafnrétti og að trúnaður sé haldinn.“ Þá segir Hanna auk þess að kosningarnar þurfi að snúast um áherslu á velferð og trausta efnahagsstjórn en bætir við að velferðina megi hvorki taka að láni né efna til hennar með skattahækkunum á einstaklinga og fyrirtæki.Uppgjör við þann árangur sem hefur náðstBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi forsætisráðherra, segir að gengið sé til kosninga vegna þess að áhyggjur sínar af veikleika fráfarandi ríkisstjórnar hafi raungerst en einnig vegna þess að stjórnmálin virkuðu ekki. Þá telur hann að kosningarnar snúist um hvort almenningur vilji snúa af braut sem hefur verið mörkuð eður ei. Bjarni segir þrátt fyrir pólitískan óróleika hafi gengið nokkuð vel. „Og ef menn eru þeirrar skoðunar þá erum við í þessu núna og bjóðum fram til þessa kosninga til þess að vera áfram kjölfestan sem að fylgir eftir þeirri stefnu sem hefur skilað þessum árangri þannig að þetta er í rauninni uppgjör við þann árangur sem hefur náðst á undanförnum árum,“ segir Bjarni.Kosningarnar snúist um útlendingamálinGuðmundur Karl Þorleifsson, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, telur að kosningarnar snúist um öryrkja, aldraða og húsnæðismál. Hann segir brýnt að tryggja fólki öruggt skjól fyrir fjölskyldur sínar og vill hann byggja upp nýtt verkamannahverfi til þess. Þá telur hann auk þess að kosningarnar muni hverfast um „útlendingamálin“.Almenningur fái lifað með reisnInga Sæland, formaður Flokks fólksins segir að í sínum huga snúist kosningarnar um almenning í landinu. „Þær snúast um það að í rauninni virðist vera einhver ákveðinn villa á ferðinni sem áttar sig ekki á því að fjörutíu og fimm komma þrjú prósent allra þeirra sem gefa upp til skatts á Íslandi í dag eru með þrjú hundruð og tíu þúsund krónur í tekjur. Þetta snýst um börnin okkar. Kosningarnar snúast um mæður okkar og feður, afa okkar og ömmur. Þær snúast um það að við almenningur í landinu getum lifað hér með reisn og fengið að taka þátt í samfélaginu með öllum hinum,“ segir Inga.Skila þurfi árangrinum áfram til þeirra sem eigi hannSigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins, nýs afls í stjórnmálum telur kosningarnar vera óvænt tækifæri til þess að halda áfram þeirri vinnu sem var unnin á árunum 2013-2016. Hann vill ráðast í endurskipulagningu á fjármálakerfinu á Íslandi. Þá vill Sigmundur auk þess skila árangrinum áfram til þeirra sem eigi hann: „Almennings á Íslandi, eldri borgarana sem að eiga heilmikið inni hjá okkur hinum og líka þá sókn sem við höfðum boðað í byggðamálum þannig að Ísland fari allt að virka sem eitt land.“Uppgjör við úrelt kerfiÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, er ómyrk í máli þegar hún segir hér þurfi að eiga sér stað raunverulegt uppgjör. „Uppgjör við úrelt kerfi sem vinnur ekki í takt við réttlætiskennd almennings, uppgjör við freku karlana í pólitík sem alltaf ráða og ráðskast með aðra, uppgjör við valdafólk sem leynir almenningi upplýsingum til þess að vernda sína eigin hagsmuni og þann 28. október gefst okkur tækifæri til þess að gera raunverulegar breytingar.“Ráðast þurfi í umfangsmikla félagsvæðinguÞorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar, segir kosningarnar snúast um uppgjör við „þá þrálátu stefnu einkavæðingar og markaðshyggju sem hefur ríkt hérna um langt árabil óháð því hverjir hafa verið í stjórn.“ Hann telur brýnt að ráðast í umfangsmikla félagsvæðingu á fjármálakerfinu og innviðum samfélagsins til þess að „afrakstur af vinnu fólksins í landinu nýtist fyrir uppbyggingu samfélagsins en ekki bara gróðasöfnun æ smærri hóps auðmanna.“Ríkisstjórnin hafi fallið á heiðarleika, trausti og virðinguLogi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að síðustu tvö ár hafi ríkisstjórnin fallið á því að byggja á heiðarleika, trausti og virðingu. Hann segir að brýnt sé að byggja upp samfélag sem búi að sterku heilbrigðiskerfi, samfélag með félagslegu réttlæti þar sem hugað er að öldruðum og öryrkjum. Þá segir hann að leggja þurfi áherslu á menntun, rannsóknir og nýsköpun. „Það er eina leiðin til þess að við getum byggt upp stofn sem er nógu sterkur til þess að standa undir velferð í landinu,“ segir Logi.Skortur á heildstæðri stefnuPálmey Gísladóttir, formaður Dögunar segir að stjórnin hafi sprungið vegna skorts á heildstæðri stefnu, heiðarleika, upplýsingagjöf og virðingu fyrir almenningi í landinu. „Okkur er boðið upp á ótrúlegustu hluti hér og við eigum bara að kokgleypa það.“ Pálmey segir að þjóðin standi frammi fyrir hverju áfallinu á fætur öðru og að enn standi heilbrigðiskerfið höllum fæti. Gengið verður til kosninga 28. október.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira