Innlent

Framboðslistar Miðflokksins tilkynntir síðar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Vísir/Stöð 2
Stofnfundur Miðflokksins, nýs flokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, var haldinn klukkan 16 í Rúgbrauðsgerðinni í Borgartúni í Reykjavík í dag. Gunnar Bragi Sveinsson var fundarstjóri en á fundinum gat fólk meðal annars skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins.

Boðað verður til annars fundar á næstunni þar sem framboðslistar flokksins verða kynntir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, flutti tölu á fundinum en hann sagði í samtali við Vísi í gær að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málefni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins og bygging nýs spítala.

Þá sagðist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“

Beina útsendingu frá stofnfundi Miðflokksins má horfa á hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×