Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 07:58 Frá samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst. Daginn eftir brutust út slagsmál á milli þeirra og mótmælenda á götum bæjarins. Vísir/AFP Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hópur hvítra þjóðernisöfgamanna safnaðist saman við styttu af Suðurríkjaherforingjanum Robert E. Lee í Charlottesville í Virginíu enn á ný í gærkvöldi. Kona var drepin þegar nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hvítir þjóðernissinnar komu saman þar í sumar. Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, fór fyrir hópnum í gærkvöldi að sögn Washington Post. Líkt og fyrr í sumar báru öfgamennirnir kyndla. Spencer sagði að viðburðurinn hafi verið lengi í undirbúningi. Öfgamennirnir hafa ítrekað komið saman í Charlottesville til að mótmæla áformum bæjaryfirvalda um að fjarlægja styttuna af Lee úr almenningsgarði þar. „Sjálfsmynd okkar skiptir máli. Við ætlum ekki að standa til hliðar og leyfa fólki að rífa niður þessi tákn um sögu okkar og þjóð og við ætlum að endurtaka þetta,“ hótaði Spencer.Sjá einnig:Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Mike Signer, bæjarstjóri Charlottesville, fordæmdi öfgamennina á Twitter og vísaði til fyrirlitlegrar heimsóknar nýnasista. „Þið eruð ekki velkomnir hér! Farið heim! Á meðan erum við að skoða lagalega möguleika okkar. Fylgist með,“ tísti Signer.HAPPENING NOW: @RichardBSpencer & white nationalist supporters are back with their torches in front of Lee statue in #Charlottesville. pic.twitter.com/CwVhxpN7r8— Matt Talhelm (@MattTalhelm) October 7, 2017 Mannskæð samkoma í sumarTil óeirða kom í Charlottesville í ágúst þegar ýmsir hópar hvítra þjóðernissinna fylktu liði til bæjarins á samkomu sem þeir höfðu boðað til þar. Slógust þeir við mótmælendur öfgastefnu þeirra á götum úti. Einn öfgamannanna ók á endanum á hóp fólks í göngugötu með þeim afleiðing að einn mótmælendanna, kona á fertugsaldri, lét lífið.Sjá einnig: Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Átökin drógu töluverðan dilk á eftir sér í bandarískum stjórnmálum. Þannig vakti furðu að Donald Trump forseti forðaðist í lengstu lög að fordæma öfgamennina. Eftir nokkra daga og töluverðan þrýsting las hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi hvíta þjóðernissinna en skömmu síðar helti hann úr skálum reiði sinnar og sagði eins og frægt er orðið að „margt mjög gott fólk“ hafi verið í röðum bæði mótmælenda og hvítra þjóðernissinna. Kenndi hann báðum fylkingum um ofbeldið.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump fordæmir fjarlægingu „fallegra“ Suðurríkjastyttna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir stytturnar vera "fallegar“. 17. ágúst 2017 14:41
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent