Körlunum ekki sama um skeggið Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. febrúar 2017 14:00 Pámar Magnússon skipti úr málmsmíði og logsuðu yfir í hár- og skeggsnyrtingu og sér ekki eftir því. Hann hlaut viðurkenningu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Pálmar Magnússon hársnyrtir hlaut viðurkenningu á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Hann fann sína hillu í skeggsnyrtingu og herraklippingum eftir að hafa lært logsuðu og málmsmíði. Hann segir skeggjaða karlmenn hafa miklar skoðanir á skegginu á sér.„Ég tók hressilega U-beygju þegar ég fór í hárgreiðsluna en ég byrjaði á að taka grunndeild málmiðna í Verkmenntaskóla Akureyrar. Eftir hana ætlaði ég í gullsmíði en komst ekki að og tók mér þá frí frá skóla í eitt ár. Ég hafði alltaf haft áhuga á hárgreiðslu en þegar farið var að ýta á mig að læra þá iðn var ég samt ekkert alveg á því, þurfti að eiga við smá fordóma hjá sjálfum mér út af einsleitri umræðunni um að allir karlmenn í hárgreiðsluiðn séu hommar. Það er auðvitað bara kjaftæði,“ segir Pálmar létt. Hann sér ekki eftir þeirri U-beygju enda hlaut hann viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi hjá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík um liðna helgi. Hann hafi sannarlega fundið sína hillu á Rakarastofu Akureyrar þar sem hann klippir karla og snyrtir skegg. Það sé alls ekki einhæft starf að klippa karla þó flestir þeirra vilji tiltölulega einfalda klippingu.Pálmar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í kringum karlmenn þegar kemur að skeggsnyrtingu. „Skeggjaðir karlmenn hugsa mjög mikið um skeggið á sér og er alls ekki sama hvernig það er snyrt.“ Mynd/Auðunn Níelsson„Herraklippingar eru kannski aðeins einfaldari en dömuklippingar, eða kannski má segja að það sé einfaldara að díla við karlana. Þeir vilja „bara fá klippingu“ meðan miklu meiri hugsun er yfirleitt á bak við klippingu hjá konum,“ segir hann sposkur. Þegar kemur að skeggsnyrtingu þurfi þó að stíga varlega til jarðar kringum karlmenn. „Skeggjaðir karlmenn hugsa mjög mikið um skeggið á sér og er alls ekki sama hvernig það er snyrt. Þegar stelpurnar eru að safna hári má varla taka einn sentimetra af því, þá er það „of mikið“. Þessu er alveg eins með karlana, þeim finnst einn sentimetri allt of mikið þegar þeir eru að safna skeggi og hafa miklar skoðanir á hvernig á að gera þetta,“ segir Pálmar. „En það verður að snyrta skegg, annars verður það ekki fallegt. Auðvitað spá margir strákar mikið í hártísku og ungir strákar fylgjast vel með því hvað til dæmis Ronaldo gerir við hárið á sér. Eins og ég á þeirra aldri fylgdist með hárinu á David Beckham. Ég hafði alltaf skoðanir á því hvernig hárið á mér átti að vera. Maður var að setja í sig strípur og var alltaf með gel í hárinu. Beckham er reyndar enn þá leiðandi í hártískunni í dag.“Hefurðu gefið gullsmíðina upp á bátinn? „Ég bý að gullsmíðaáfanganum sem kenndur var í málmiðninni á sínum tíma. Ég er búinn að koma mér upp aðstöðu heima hjá mér og sinni þessu sem áhugamáli. Enda á maður víst aldrei að læra áhugamálið, þá fær maður leiða á því.“ Tíska og hönnun Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Pálmar Magnússon hársnyrtir hlaut viðurkenningu á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Hann fann sína hillu í skeggsnyrtingu og herraklippingum eftir að hafa lært logsuðu og málmsmíði. Hann segir skeggjaða karlmenn hafa miklar skoðanir á skegginu á sér.„Ég tók hressilega U-beygju þegar ég fór í hárgreiðsluna en ég byrjaði á að taka grunndeild málmiðna í Verkmenntaskóla Akureyrar. Eftir hana ætlaði ég í gullsmíði en komst ekki að og tók mér þá frí frá skóla í eitt ár. Ég hafði alltaf haft áhuga á hárgreiðslu en þegar farið var að ýta á mig að læra þá iðn var ég samt ekkert alveg á því, þurfti að eiga við smá fordóma hjá sjálfum mér út af einsleitri umræðunni um að allir karlmenn í hárgreiðsluiðn séu hommar. Það er auðvitað bara kjaftæði,“ segir Pálmar létt. Hann sér ekki eftir þeirri U-beygju enda hlaut hann viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi hjá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík um liðna helgi. Hann hafi sannarlega fundið sína hillu á Rakarastofu Akureyrar þar sem hann klippir karla og snyrtir skegg. Það sé alls ekki einhæft starf að klippa karla þó flestir þeirra vilji tiltölulega einfalda klippingu.Pálmar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í kringum karlmenn þegar kemur að skeggsnyrtingu. „Skeggjaðir karlmenn hugsa mjög mikið um skeggið á sér og er alls ekki sama hvernig það er snyrt.“ Mynd/Auðunn Níelsson„Herraklippingar eru kannski aðeins einfaldari en dömuklippingar, eða kannski má segja að það sé einfaldara að díla við karlana. Þeir vilja „bara fá klippingu“ meðan miklu meiri hugsun er yfirleitt á bak við klippingu hjá konum,“ segir hann sposkur. Þegar kemur að skeggsnyrtingu þurfi þó að stíga varlega til jarðar kringum karlmenn. „Skeggjaðir karlmenn hugsa mjög mikið um skeggið á sér og er alls ekki sama hvernig það er snyrt. Þegar stelpurnar eru að safna hári má varla taka einn sentimetra af því, þá er það „of mikið“. Þessu er alveg eins með karlana, þeim finnst einn sentimetri allt of mikið þegar þeir eru að safna skeggi og hafa miklar skoðanir á hvernig á að gera þetta,“ segir Pálmar. „En það verður að snyrta skegg, annars verður það ekki fallegt. Auðvitað spá margir strákar mikið í hártísku og ungir strákar fylgjast vel með því hvað til dæmis Ronaldo gerir við hárið á sér. Eins og ég á þeirra aldri fylgdist með hárinu á David Beckham. Ég hafði alltaf skoðanir á því hvernig hárið á mér átti að vera. Maður var að setja í sig strípur og var alltaf með gel í hárinu. Beckham er reyndar enn þá leiðandi í hártískunni í dag.“Hefurðu gefið gullsmíðina upp á bátinn? „Ég bý að gullsmíðaáfanganum sem kenndur var í málmiðninni á sínum tíma. Ég er búinn að koma mér upp aðstöðu heima hjá mér og sinni þessu sem áhugamáli. Enda á maður víst aldrei að læra áhugamálið, þá fær maður leiða á því.“
Tíska og hönnun Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira