Inklaw sýnir á RFF Elín Albertsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 10:00 Strákarnir hjá Inklaw gera fatalínu fyrir stráka sem Justin Bieber og fleiri stjörnur hafa fallið fyrir. Þeir eru Christopher Cannon, Guðjón Geir Geirsson, Róbert Elmarsson og Anton Birkir Sigfússon. Vísir/Ernir Strákarnir sem standa á bak við fatamerkið Inklaw verða meðal sýnenda á RFF, Reykjavik Fashion Festival, sem fram fer í Hörpu dagana 23. til 25. mars. Guðjón Geir Geirsson segir það mikinn heiður. Frá því að æskuvinirnir Guðjón Geir Geirsson og Róbert Elmarsson ákváðu að setja á fót eigin tískulínu fyrir stráka árið 2014 hefur margt gerst í lífi þeirra.Guðjón Geir Geirsson við saumavélina. Hver flík er handgerð og því sérstök.Verkefnið hefur undið upp á sig eftir því sem fötin frá Inklaw verða vinsælli. Ekki sakar að Justin Bieber er einlægur aðdáandi auk margra annarra þekktra tónlistar- og íþróttamanna. Guðjón getur ekki neitað því að þegar heimsfrægar stjörnur sjáist í Inklaw-fötum frá Íslandi veki það mikla athygli á hönnuninni. Tveir félagar Guðjóns og Róberts hafa bæst við í reksturinn eftir stofnunina, Anton Birkir Sigfússon í framkvæmdastjórn og Christopher Cannon í framleiðslu- og hönnunarteymi. Guðjón segir að þeir séu nú loks að sjá afrakstur brjálaðrar vinnu og geti lifað af starfinu.Fötin hjá Inklaw falla í kramið hjá stjörnunum.Inklaw„Það tekur langan tíma að koma fatalínu á markað. Við höfum verið heppnir hversu fljótt við komumst á kortið. Þess vegna verður einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að sýna fatalínuna á RFF. Þangað koma margir mikilvægir gestir að utan. Við höfum hug á að færa út kvíarnar og selja vörur okkar í búðum erlendis en hingað til hafa þær eingöngu verið fáanlegar á netsíðunni okkar,“ segir hann en þetta er í fyrsta skipti sem fatnaður Inklaw er með á sýningunni. Guðjón segir að vinnudagarnir séu langir hjá þeim félögum og oft er unnið fram á nótt. „Núna erum við á fullu við að gera okkar fyrstu alvöru vörulínu sem verður frumsýnd á RFF og ég get lofað því að þar verður margt áhugavert. Við höfum eiginlega verið nær eingöngu með svartan og hvítan lit en ætlum að hafa aðeins bjartara yfir línunni. Við erum rosalega stoltir af því að fá þetta tækifæri og munum leggja okkur alla fram. Á svona sýningu eins og RFF eru mörg tækifæri og við ætlum að koma með „sprengju“, þetta verður alvöru,“ segir Guðjón. Viðskiptavinirnir Inklaw eru flestir á aldrinum 13-30 ára.InklawHann bætir við að það verði hellingur af nýju frá Inklaw. „Við erum búnir að átta okkur á því hvað viðskiptavinir okkar vilja og munum sýna allt okkur besta,“ segir hann. „Viðskiptavinirnir eru flestir á aldrinum 13-30 ára. Hins vegar höfum við einnig séð þá eldri, allt upp í fimmtugt,“ segir Guðjón. „Við fáum oft spurningar um hvort við ætlum að hanna dömulínu og kannski hugum við að því í framtíðinni. Það eru hins vegar margar stelpur sem vilja ganga í strákafötum og kaupa fötin okkar. Kærastan mín gengur til dæmis í fötum frá Inklaw enda er margt af þessu unisex. Strax að loknu RFF munum við verða með nýju línuna í vefversluninni okkar,“ segir Guðjón. Þeir félagar fá oft fyrirspurnir frá umboðsmönnum þekktra tónlistarmanna víða um heim. „Ég verð að viðurkenna að þegar stórstjörnur kaupa fötin okkar er mikil gleði í vinnunni og við fögnum því,“ segir hann. „Þessi vinna er það besta sem ég hef gert í lífinu. Ef maður hefur trú á verkefninu þá gengur það upp.“Inklaw-teymið hefur hug á því að færa út kvíarnar og selja vörurnar í búðum erlendis.Inklaw RFF Tíska og hönnun Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Strákarnir sem standa á bak við fatamerkið Inklaw verða meðal sýnenda á RFF, Reykjavik Fashion Festival, sem fram fer í Hörpu dagana 23. til 25. mars. Guðjón Geir Geirsson segir það mikinn heiður. Frá því að æskuvinirnir Guðjón Geir Geirsson og Róbert Elmarsson ákváðu að setja á fót eigin tískulínu fyrir stráka árið 2014 hefur margt gerst í lífi þeirra.Guðjón Geir Geirsson við saumavélina. Hver flík er handgerð og því sérstök.Verkefnið hefur undið upp á sig eftir því sem fötin frá Inklaw verða vinsælli. Ekki sakar að Justin Bieber er einlægur aðdáandi auk margra annarra þekktra tónlistar- og íþróttamanna. Guðjón getur ekki neitað því að þegar heimsfrægar stjörnur sjáist í Inklaw-fötum frá Íslandi veki það mikla athygli á hönnuninni. Tveir félagar Guðjóns og Róberts hafa bæst við í reksturinn eftir stofnunina, Anton Birkir Sigfússon í framkvæmdastjórn og Christopher Cannon í framleiðslu- og hönnunarteymi. Guðjón segir að þeir séu nú loks að sjá afrakstur brjálaðrar vinnu og geti lifað af starfinu.Fötin hjá Inklaw falla í kramið hjá stjörnunum.Inklaw„Það tekur langan tíma að koma fatalínu á markað. Við höfum verið heppnir hversu fljótt við komumst á kortið. Þess vegna verður einstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að sýna fatalínuna á RFF. Þangað koma margir mikilvægir gestir að utan. Við höfum hug á að færa út kvíarnar og selja vörur okkar í búðum erlendis en hingað til hafa þær eingöngu verið fáanlegar á netsíðunni okkar,“ segir hann en þetta er í fyrsta skipti sem fatnaður Inklaw er með á sýningunni. Guðjón segir að vinnudagarnir séu langir hjá þeim félögum og oft er unnið fram á nótt. „Núna erum við á fullu við að gera okkar fyrstu alvöru vörulínu sem verður frumsýnd á RFF og ég get lofað því að þar verður margt áhugavert. Við höfum eiginlega verið nær eingöngu með svartan og hvítan lit en ætlum að hafa aðeins bjartara yfir línunni. Við erum rosalega stoltir af því að fá þetta tækifæri og munum leggja okkur alla fram. Á svona sýningu eins og RFF eru mörg tækifæri og við ætlum að koma með „sprengju“, þetta verður alvöru,“ segir Guðjón. Viðskiptavinirnir Inklaw eru flestir á aldrinum 13-30 ára.InklawHann bætir við að það verði hellingur af nýju frá Inklaw. „Við erum búnir að átta okkur á því hvað viðskiptavinir okkar vilja og munum sýna allt okkur besta,“ segir hann. „Viðskiptavinirnir eru flestir á aldrinum 13-30 ára. Hins vegar höfum við einnig séð þá eldri, allt upp í fimmtugt,“ segir Guðjón. „Við fáum oft spurningar um hvort við ætlum að hanna dömulínu og kannski hugum við að því í framtíðinni. Það eru hins vegar margar stelpur sem vilja ganga í strákafötum og kaupa fötin okkar. Kærastan mín gengur til dæmis í fötum frá Inklaw enda er margt af þessu unisex. Strax að loknu RFF munum við verða með nýju línuna í vefversluninni okkar,“ segir Guðjón. Þeir félagar fá oft fyrirspurnir frá umboðsmönnum þekktra tónlistarmanna víða um heim. „Ég verð að viðurkenna að þegar stórstjörnur kaupa fötin okkar er mikil gleði í vinnunni og við fögnum því,“ segir hann. „Þessi vinna er það besta sem ég hef gert í lífinu. Ef maður hefur trú á verkefninu þá gengur það upp.“Inklaw-teymið hefur hug á því að færa út kvíarnar og selja vörurnar í búðum erlendis.Inklaw
RFF Tíska og hönnun Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira