Spenna og öruggur sigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2017 06:00 Fyrirliðar liðanna fjögurra sem keppa í undanúrslitum Maltbikarskeppni karla í dag. Frá vinstri eru Benedikt Blöndal, Val, Þorleifur Ólafsson, Grindavík, Emil Karel Einarsson, Þór, og Brynjar Þór Björnsson, KR. Fréttablaðið/Eyþór Undanúrslitaleikir Maltbikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið.Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Domino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vandræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmarkmiðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að dragast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höllinni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“ Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Undanúrslitaleikir Maltbikars karla í körfubolta fara fram í Laugardalshöll í dag en þar mætast Reykjavíkurliðin KR og Valur annars vegar og Grindavík og Þór Þorlákshöfn hins vegar. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur á Þórsurum í fyrra en þeir unnu þá sinn ellefta titil á meðan Þorlákshafnarliðið var að komast í úrslitaleikinn í fyrsta sinn. Í ár er í fyrsta sinn úrslitavika spiluð þar sem undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram í sömu vikunni. Liðin eru komin í Höllina en þurfa að vinna einn leik til þess að komast á stóra ballið.Auðvelt fyrir KR Flestir búast við öruggum sigri KR í Reykjavíkurslagnum enda liðið Íslands- og bikarmeistari á meðan Valur er í næstefstu deild. KR-liðið hefur verið að hiksta að undanförnu en þó ekki svo mikið að það tapar ekki leik og trónir á toppi Domino’s-deildarinnar. „Það er mjög auðvelt að spá KR sigri því það er mun betra lið. Ef KR-ingar mæta rétt stemmdir til leiks því þeir gera alveg örugglega þá vinna þeir leikinn. Ég hef engar áhyggjur af því að KR vanmeti Val því það er búið að lenda í vandræðum upp á síðkastið eins og gegn Hetti í bikarnum,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, nýráðinn þjálfari Keflavíkur, um leikinn en Fréttablaðið fékk hann til þess að spá í spilin. „Þetta er algjört ævintýri hjá Val að vinna þrjú lið úr efstu deild sem er ótrúlegt. Ég sagði við Gústa [Ágúst Björgvinsson, þjálfara Vals] um daginn að hann þyrfti að passa að missa ekki sjónar á aðalmarkmiðinu sem er auðvitað að koma Val upp í efstu deild. Það getur verið erfitt fyrir unga leikmenn að dragast inn í þetta bikarævintýri en ég held að KR fari með sigur af hólmi nokkuð örugglega.“Má búast við spennu Þórsarar stigu sín fyrstu skref í Höllinni í fyrra en Grindavíkingar hafa töluvert meiri reynslu. Grindavík á fimm bikarmeistaratitla að baki í átta ferðum í úrslitaleikinn. „Grindavík er tiltölulega gott bikarlið og hefur verið mjög oft í Höllinni. Ég þekki það nú sjálfur eftir að vinna tvisvar sinnum með Grindvíkinga,“ segir Friðrik Ingi. „Þórsararnir voru þarna í fyrra og spiluðu á löngum köflum vel í þeim leik. Alltaf þegar lið eru búin að gera eitthvað einu sinni hleðst upp ákveðin reynsla þannig að þeir vita meira út í hvað þeir eru að fara núna. Þetta er algjör 50-50 leikur. Ég á mjög erfitt með að spá um sigurvegara. Þetta er eiginlega bara eins og að varpa hlutkesti. Ég myndi segja svona 51 á Þór og 49 á Grindavík.“
Dominos-deild karla Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira