Innlent

Nóróveira í frosnum jarðarberjum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Um er að ræða frosin jarðarber í pokum frá framleiðandanum Coop.
Um er að ræða frosin jarðarber í pokum frá framleiðandanum Coop. vísir
Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafa innkallað frosin jarðarber í pokum merktum „jordbær“ frá framleiðandanum Coop Dit Valg eftir að nóróveira fannst í vörunni. Stofnunin varar við neyslu jarðarberjanna og ráðleggur fólki að farga þeim eða skila.

Dreifingaraðili jarðarberjanna er Samkaup og fást þau í verslunum Nettó, Úrval Blönduósi og Strax Borgarbraut á Akureyri, að því er segir í tilkynningu frá MAST.

„Nóróveirur valda sýkingu í smágirni. Sýkingin leiðir til kviðverkja, ógleði, uppkasta og niðurgangs og eru veirurnar í miklu magni, bæði í niðurgangi og uppköstum. Veirurnar eru mjög smitandi því að örfáar veirur geta valdið sýkingu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Samkaup innkallar jarðarber vegna lifrarbólgu A

Samkaup, hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, ákveðið að innkalla af markaði frosin jarðaber frá Coop þar sem grunur leikur á um að berin séu menguð af veiru sem veldur lifrabólgu A.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×